Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir á Eng­landi og Þýska­landi, körfu­bolti, hand­bolti, NFL og NHL

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alessia Russo og stöllur í Arsenal mæta Chelsea fyrir framan tæplega 60 þúsund manns.
Alessia Russo og stöllur í Arsenal mæta Chelsea fyrir framan tæplega 60 þúsund manns. Nathan Stirk/Getty Images

Það er ótrúleg dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 11.20 er leikur Frosinone og Torino í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá.
  • Klukkan 13.50 er leikur Monza og Genoa í sömu deild á dagskrá. Albert Guðmundsson leikur með Genoa.
  • Klukkan 17.55 er leikur Chicago Bears og Detroit Lions í NFL-deildinni á dagskrá.
  • Klukkan 21.20 er komið að leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills í NFL-deildinni.

Stöð 2 Sport 3

  • Klukkan 11.20 er leikur Real Madríd og Gran Canaria í ACB-deildinni, efstu deild karla í körfubolta á Spáni, á dagskrá.
  • Klukkan 13.55 er leikur Clermont og Lille í Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá. Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður Lille.
  • Klukkan 17.45 hefst NFL Red Zone. Þar verður fylgst með öllum leikjum dagsins í NFL-deildinni.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 16.50 er leikur Salernitana og Bologna í Serie A á dagskrá.
  • Klukkan 19.35 er leikur Roma og Fiorentina í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

  • Klukkan 17.20 er leikur Zaragoza og Barca í ACB-deildinni á dagskrá.

Vodafone Sport

  • Stórleikur Arsenal og Chelsea í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi er á dagskrá klukkan 12.25. Leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum í Lundúnum og búist er við um 60 þúsund áhorfendum.
  • Klukkan 14.30 er leikur Stuttgart og Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Leverkusen er á toppi deildarinnar og getur aukið forskot sitt.
  • Klukkan 18.40 er komið að leik Tottenham Hotspur og Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna.
  • Klukkan 00.05 er leikur New York Rangers og Los Angeles Kings í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×