Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 18:48 Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg enda loftárásir Ísraelshers dunið linnulaust á svæðinu. AP/Fatima Shbair Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar. Guardian hefur eftir ísraelska miðlinum í frétt um ástandið á Gasasvæðinu. Haaretz birti rannsókn sína í dag á sama tíma og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum loftárásum sínum á Gasa. Ísraelskar loftárásir dundu í dag á Shejaiya-hverfi í Gasaborg og á bænum Rafah í suðurhluta Gasa við landamæri Egyptalands. Ísraelsher hafði áður sagt Palestínumönnum að leita skjóls í Rafah. Heildarfjöldi látinna undanfarinn sólarhring er enn óljós en í tilkynningu frá Deir al-Balah, einum stærsta spítala í Gasa, kom fram að spítalinn hefði tekið á móti 71 líki og farið var með 62 lík til Nasser-spítala í borginni Khan Younis. Fordæmalaus morð á óbreyttum borgurum Samkvæmt greiningu Haaretz á loftárásum í síðustu þremur hernaðaraðgerðum í Gasa á árunum 2012 til 2022 var hlutfall óbreyttra borgara af dauðsföllum í loftárásum um 40 prósent. Hlutfallið var nokkuð lægra, um 33 prósent, í ísraelsku hernaðaraðgerðinni „Skjöldur og ör“ í maí. Fjöldi látinna og særðra á Gasasvæðinu eftir loftárásir Ísraelshers er gríðarlegur.AP/Adel Hana Í fyrstu þremur vikum núverandi hernaðaraðgerðar Ísraela sem ber heitið „Járnsverð“ náði hlutfall óbreyttra borgara 61 prósenti af heildardauðsföllum í loftárásum. Slíkt hlutfall sé fordæmalaust samkvæmt Hareetz. Það sé mun hærra en í loftárásum stríða á 20. öld þar sem hlutfallið var í kringum 50 prósent. „Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að víðtæk morð á óbreyttum borgurum stuðla ekkert að öryggi Ísraels heldur búa þau til frekari grunn að því að grafa undan því,“ segir í niðurstöðu greiningarinnar. Hareetz staðfestir einnig tíu daga gamla rannsókn tveggja ísraelskra fréttamiðla, „+972 Magazine“ og „Local Call“ sem sýnir að Ísrael sé markvisst að ráðast á íbúðablokkir í von um að gríðarlegt mannfallið leiði til þess að Palestínubúar muni snúast gegn Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Guardian hefur eftir ísraelska miðlinum í frétt um ástandið á Gasasvæðinu. Haaretz birti rannsókn sína í dag á sama tíma og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum loftárásum sínum á Gasa. Ísraelskar loftárásir dundu í dag á Shejaiya-hverfi í Gasaborg og á bænum Rafah í suðurhluta Gasa við landamæri Egyptalands. Ísraelsher hafði áður sagt Palestínumönnum að leita skjóls í Rafah. Heildarfjöldi látinna undanfarinn sólarhring er enn óljós en í tilkynningu frá Deir al-Balah, einum stærsta spítala í Gasa, kom fram að spítalinn hefði tekið á móti 71 líki og farið var með 62 lík til Nasser-spítala í borginni Khan Younis. Fordæmalaus morð á óbreyttum borgurum Samkvæmt greiningu Haaretz á loftárásum í síðustu þremur hernaðaraðgerðum í Gasa á árunum 2012 til 2022 var hlutfall óbreyttra borgara af dauðsföllum í loftárásum um 40 prósent. Hlutfallið var nokkuð lægra, um 33 prósent, í ísraelsku hernaðaraðgerðinni „Skjöldur og ör“ í maí. Fjöldi látinna og særðra á Gasasvæðinu eftir loftárásir Ísraelshers er gríðarlegur.AP/Adel Hana Í fyrstu þremur vikum núverandi hernaðaraðgerðar Ísraela sem ber heitið „Járnsverð“ náði hlutfall óbreyttra borgara 61 prósenti af heildardauðsföllum í loftárásum. Slíkt hlutfall sé fordæmalaust samkvæmt Hareetz. Það sé mun hærra en í loftárásum stríða á 20. öld þar sem hlutfallið var í kringum 50 prósent. „Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að víðtæk morð á óbreyttum borgurum stuðla ekkert að öryggi Ísraels heldur búa þau til frekari grunn að því að grafa undan því,“ segir í niðurstöðu greiningarinnar. Hareetz staðfestir einnig tíu daga gamla rannsókn tveggja ísraelskra fréttamiðla, „+972 Magazine“ og „Local Call“ sem sýnir að Ísrael sé markvisst að ráðast á íbúðablokkir í von um að gríðarlegt mannfallið leiði til þess að Palestínubúar muni snúast gegn Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07