Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 18:48 Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg enda loftárásir Ísraelshers dunið linnulaust á svæðinu. AP/Fatima Shbair Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar. Guardian hefur eftir ísraelska miðlinum í frétt um ástandið á Gasasvæðinu. Haaretz birti rannsókn sína í dag á sama tíma og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum loftárásum sínum á Gasa. Ísraelskar loftárásir dundu í dag á Shejaiya-hverfi í Gasaborg og á bænum Rafah í suðurhluta Gasa við landamæri Egyptalands. Ísraelsher hafði áður sagt Palestínumönnum að leita skjóls í Rafah. Heildarfjöldi látinna undanfarinn sólarhring er enn óljós en í tilkynningu frá Deir al-Balah, einum stærsta spítala í Gasa, kom fram að spítalinn hefði tekið á móti 71 líki og farið var með 62 lík til Nasser-spítala í borginni Khan Younis. Fordæmalaus morð á óbreyttum borgurum Samkvæmt greiningu Haaretz á loftárásum í síðustu þremur hernaðaraðgerðum í Gasa á árunum 2012 til 2022 var hlutfall óbreyttra borgara af dauðsföllum í loftárásum um 40 prósent. Hlutfallið var nokkuð lægra, um 33 prósent, í ísraelsku hernaðaraðgerðinni „Skjöldur og ör“ í maí. Fjöldi látinna og særðra á Gasasvæðinu eftir loftárásir Ísraelshers er gríðarlegur.AP/Adel Hana Í fyrstu þremur vikum núverandi hernaðaraðgerðar Ísraela sem ber heitið „Járnsverð“ náði hlutfall óbreyttra borgara 61 prósenti af heildardauðsföllum í loftárásum. Slíkt hlutfall sé fordæmalaust samkvæmt Hareetz. Það sé mun hærra en í loftárásum stríða á 20. öld þar sem hlutfallið var í kringum 50 prósent. „Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að víðtæk morð á óbreyttum borgurum stuðla ekkert að öryggi Ísraels heldur búa þau til frekari grunn að því að grafa undan því,“ segir í niðurstöðu greiningarinnar. Hareetz staðfestir einnig tíu daga gamla rannsókn tveggja ísraelskra fréttamiðla, „+972 Magazine“ og „Local Call“ sem sýnir að Ísrael sé markvisst að ráðast á íbúðablokkir í von um að gríðarlegt mannfallið leiði til þess að Palestínubúar muni snúast gegn Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Guardian hefur eftir ísraelska miðlinum í frétt um ástandið á Gasasvæðinu. Haaretz birti rannsókn sína í dag á sama tíma og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum loftárásum sínum á Gasa. Ísraelskar loftárásir dundu í dag á Shejaiya-hverfi í Gasaborg og á bænum Rafah í suðurhluta Gasa við landamæri Egyptalands. Ísraelsher hafði áður sagt Palestínumönnum að leita skjóls í Rafah. Heildarfjöldi látinna undanfarinn sólarhring er enn óljós en í tilkynningu frá Deir al-Balah, einum stærsta spítala í Gasa, kom fram að spítalinn hefði tekið á móti 71 líki og farið var með 62 lík til Nasser-spítala í borginni Khan Younis. Fordæmalaus morð á óbreyttum borgurum Samkvæmt greiningu Haaretz á loftárásum í síðustu þremur hernaðaraðgerðum í Gasa á árunum 2012 til 2022 var hlutfall óbreyttra borgara af dauðsföllum í loftárásum um 40 prósent. Hlutfallið var nokkuð lægra, um 33 prósent, í ísraelsku hernaðaraðgerðinni „Skjöldur og ör“ í maí. Fjöldi látinna og særðra á Gasasvæðinu eftir loftárásir Ísraelshers er gríðarlegur.AP/Adel Hana Í fyrstu þremur vikum núverandi hernaðaraðgerðar Ísraela sem ber heitið „Járnsverð“ náði hlutfall óbreyttra borgara 61 prósenti af heildardauðsföllum í loftárásum. Slíkt hlutfall sé fordæmalaust samkvæmt Hareetz. Það sé mun hærra en í loftárásum stríða á 20. öld þar sem hlutfallið var í kringum 50 prósent. „Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að víðtæk morð á óbreyttum borgurum stuðla ekkert að öryggi Ísraels heldur búa þau til frekari grunn að því að grafa undan því,“ segir í niðurstöðu greiningarinnar. Hareetz staðfestir einnig tíu daga gamla rannsókn tveggja ísraelskra fréttamiðla, „+972 Magazine“ og „Local Call“ sem sýnir að Ísrael sé markvisst að ráðast á íbúðablokkir í von um að gríðarlegt mannfallið leiði til þess að Palestínubúar muni snúast gegn Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07