Innlent

Eldur í bíl­skúr í Grinda­vík

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mikill reykur steig upp frá skúrnum en sem betur fer náði eldurinn ekki að dreifa sér víðar.
Mikill reykur steig upp frá skúrnum en sem betur fer náði eldurinn ekki að dreifa sér víðar. Aðsent

Eldur kviknaði í bílskúr á Vesturbraut í Grindavík rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Slökkvilið var fljótt á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins. Engum varð meint af og ekki er vitað um upptök eldsins.

Að sögn sjónarvotts virtist eldurinn aðallega vera inni í skúrnum en mikill reykur steig upp frá honum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var af vettvangi:

Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins í Grindavík, sagði í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi verið með vakt í bænum og því hafi slökkviliðsmenn verið snöggir að bregðast við

Einar segir að engum hafa orðið meint af eldinum og að ekkert sé vitað um eldsupptök á þessu stigi málsins.

„Við nutum dyggrar aðstoðar frá Brunavörnum Suðurnesja. Það sýndi sig hvað það var gott að hafa vakt í bænum,“ sagði Einar og bætti við að það hafi gengið vel að slökkva eldinn. Verið sé að tryggja að engin glóð lifi í rústunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×