Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rýnt í ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu tillögu um vopnahlé á Gasa fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna mun fara yfir málið.

Þá kíktum við á mótmæli á Austurvelli þar sem nokkur fjöldi fólks kom saman til að vekja athygli á úrræðaleysi og biðlistum fyrir fólk með fíknisjúkdóma.

Þá verðum við í beinni frá styrktartónleikum fyrir Palestínu sem haldnir eru á Granda í kvöld og við kíkjum á hraðskák sem haldin var í nýjum höfuðstöðvum Íslandsbanka í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×