Sport

Kristín vann til brons­verð­launa á EM í klassískum kraft­lyftingum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristín stóð sig frábærlega á EM.
Kristín stóð sig frábærlega á EM. Kraftlyftingasamband Íslands

Kristín Þórhallsdóttir, núverandi Evrópumethafi í hnébeygju, hefur lokið keppni á EM í klassískum kraftlyftingum og kemur heim hlaðin verðlaunapeningum og ekki í fyrsta sinn.

Kristín keppti í -84 kílógramma flokki og hóf mótið með því að lyfta 215 kílógrömmum í hnébeygju, halut hún silfurverðlaun í þeirri grein.

Í bekkpressu vann hún til bronsverðlauna með því að lyfta 117,5 kílógrömmum. Þá lyfti hún 220 kílógrömmum í réttstöðulyftu.

Samanlagt lyfti hún 552,5 kílógrömmum og hlaut bronsverðlaun fyrir samanlagðan árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×