Risaleikur Anthony Davis skilaði Lakers fyrsta bikarmeistaratitlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 09:30 Leikmenn Los Angeles Lakers fögnuðu fyrsta deildarbikarmeistaratitli í sögu NBA-deildarinnar í nótt. Ethan Miller/Getty Images Anthony Davis átti sannkallaðan stórleik er Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið til að vinna deildarbikarmeistaratitilinn í sögu NBA-deildarinnar. Lakers og Indiana Pacers áttust við í úrslitum deildarbikarsins í Las Vegas í nótt og voru það leikmenn Los Angeles Lakers sem fögnuðu að lokum 14 stiga sigri 123-109. Lakers hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn hélst sá sami út hálfleikinn og Lakers fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 65-60. Liðið jók svo forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum sögulegan 14 stiga sigur, 123-109. Anthony Davis átti eins og áður segir risaleik fyrir Lakers og skoraði 41 stig fyrir liðið. Hann tók einnig 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fjögur skot. Þeir Tyrese Haliburton og Bennedict Mathurin voru atkvæðamestir í liði Pacers með 20 stig hvor. Season-high in scoring. Season-high in rebounding. ANTHONY. DAVIS. pic.twitter.com/2riI8JmFsy— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 10, 2023 LeBron valinn verðmætastur Þá sýndi hinn margreyndi LeBron James að hann er enn í fullu fjöri. Þessi 38 ára gamli leikmaður skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik næturinnar og var að lokum útnefndur mikilvægasti leikmaður mótsins, eða MVP (e. Most Valuable Player). Hann skilaði að meðaltali 26,2 stigum í leikjunum sjö í keppninni, átta fráköstum og 7,6 stoðsendingum. „Það er alltaf hægt að bæta einhver met, en það að vera fyrstur til að gera eitthvað er eitthvað sem verður aldrei bætt,“ sagði LeBron James eftir leikinn í nótt. „Við erum fyrstu bikarmeistararnir og það verður aldrei toppað. Það er frábært að geta gert þetta með svona sögufrægu liði og enn betra að gera þetta með svona frábærum, fyndnum, ákveðnum og metnaðarfullum samherjum.“ MOST VALUABLE PLAYER 🏆LeBron James is named the first-ever NBA In-Season Tournament MVP! pic.twitter.com/cHcCxaRPLw— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 10, 2023 NBA Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Lakers og Indiana Pacers áttust við í úrslitum deildarbikarsins í Las Vegas í nótt og voru það leikmenn Los Angeles Lakers sem fögnuðu að lokum 14 stiga sigri 123-109. Lakers hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn hélst sá sami út hálfleikinn og Lakers fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 65-60. Liðið jók svo forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum sögulegan 14 stiga sigur, 123-109. Anthony Davis átti eins og áður segir risaleik fyrir Lakers og skoraði 41 stig fyrir liðið. Hann tók einnig 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fjögur skot. Þeir Tyrese Haliburton og Bennedict Mathurin voru atkvæðamestir í liði Pacers með 20 stig hvor. Season-high in scoring. Season-high in rebounding. ANTHONY. DAVIS. pic.twitter.com/2riI8JmFsy— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 10, 2023 LeBron valinn verðmætastur Þá sýndi hinn margreyndi LeBron James að hann er enn í fullu fjöri. Þessi 38 ára gamli leikmaður skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik næturinnar og var að lokum útnefndur mikilvægasti leikmaður mótsins, eða MVP (e. Most Valuable Player). Hann skilaði að meðaltali 26,2 stigum í leikjunum sjö í keppninni, átta fráköstum og 7,6 stoðsendingum. „Það er alltaf hægt að bæta einhver met, en það að vera fyrstur til að gera eitthvað er eitthvað sem verður aldrei bætt,“ sagði LeBron James eftir leikinn í nótt. „Við erum fyrstu bikarmeistararnir og það verður aldrei toppað. Það er frábært að geta gert þetta með svona sögufrægu liði og enn betra að gera þetta með svona frábærum, fyndnum, ákveðnum og metnaðarfullum samherjum.“ MOST VALUABLE PLAYER 🏆LeBron James is named the first-ever NBA In-Season Tournament MVP! pic.twitter.com/cHcCxaRPLw— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 10, 2023
NBA Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti