Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:39 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni. Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni.
Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17
Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31