Ellefu ára stelpa fer daglega út að hlaupa með hrútinn Ástaraldin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2023 20:30 Einstakt samband hefur myndast á milli hrútsins Ástaraldins og Gabríelu Máneyjar á bænum Mjósyndi í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einstakt samband hefur skapast á milli hrútsins Ástaraldins og 11 ára stelpu á sveitabæ í Flóahreppi en þau fara á hverjum degi saman út að hlaupa. Eftir hlaupið kembir stelpan hrútnum og dekrar við hann enda er hann gæfur með eindæmum. Hér erum við að tala um Gabríelu Máney á bænum Mjósyndi, sem er 11 ára en frábært samband er á milli hennar og hrútsins Ástaraldins því þau fara út að ganga á hverjum degi og hlaupa oft líka saman. Gabríela er með múl á hrútnum og langt band í göngu- og hlaupaferðunum. „Hann er rosalega gæfur og honum finnst rosalega gott að láta kemba sér og klappa sér,” segir Gabríela en hvað er skemmtilegast við hrútinn. „Að honum finnst gaman að hlaupa og labba með mér og svo er hann rosalega góður og leyfir manni láta kemba sér og hann er bara rosalega blíður og góður.” Ástaraldin er mjög gæfur og skemmtilegur hrútur, sem vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann og fá að kynnast honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gabríela gengur í öll störf á bænum, hún er til dæmis mjög dugleg að gefa kindunum heyið sitt. Og amma hennar er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. „Hún hefur virkilega gaman af því að stússast hérna með okkur, sem er bara mjög gaman að hafa hana með. Hrúturinn verður tveggja vetra í vor og heitir Ástaraldin. Hann fæddist svona spakur og fór síðan á fjall og þegar hann kom heim þá var hann enn þá jafn spakur þannig að við ákváðum að leyfa honum að lifa þó að hann hefði ekki ræktunarlegan tilgang, bara út af því hvað hann er geðgóður og skemmtilegur,” segir Anna Linda Gunnarsdóttir bóndi í Mjósyndi. Gabríela Máney með ömmu sinni, Önnu Lindu í Mjósyndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara sauðféð á bænum, sem Gabríela elskar því hún er líka mikil hestakona og ríður mikið út á merinni sinni og þá helst berbakt. „Þetta er Brella, ég á hana, hún er meri og og er frá Þorlákshöfn,” segir Gabríela þegar hún var beðin um að segja aðeins frá hestinum sínum. Gabríela er mjög hrifin af hestum og fer mikið á bak á hryssunni sinni Brellu og þá helst berbakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Krakkar Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Hér erum við að tala um Gabríelu Máney á bænum Mjósyndi, sem er 11 ára en frábært samband er á milli hennar og hrútsins Ástaraldins því þau fara út að ganga á hverjum degi og hlaupa oft líka saman. Gabríela er með múl á hrútnum og langt band í göngu- og hlaupaferðunum. „Hann er rosalega gæfur og honum finnst rosalega gott að láta kemba sér og klappa sér,” segir Gabríela en hvað er skemmtilegast við hrútinn. „Að honum finnst gaman að hlaupa og labba með mér og svo er hann rosalega góður og leyfir manni láta kemba sér og hann er bara rosalega blíður og góður.” Ástaraldin er mjög gæfur og skemmtilegur hrútur, sem vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann og fá að kynnast honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gabríela gengur í öll störf á bænum, hún er til dæmis mjög dugleg að gefa kindunum heyið sitt. Og amma hennar er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. „Hún hefur virkilega gaman af því að stússast hérna með okkur, sem er bara mjög gaman að hafa hana með. Hrúturinn verður tveggja vetra í vor og heitir Ástaraldin. Hann fæddist svona spakur og fór síðan á fjall og þegar hann kom heim þá var hann enn þá jafn spakur þannig að við ákváðum að leyfa honum að lifa þó að hann hefði ekki ræktunarlegan tilgang, bara út af því hvað hann er geðgóður og skemmtilegur,” segir Anna Linda Gunnarsdóttir bóndi í Mjósyndi. Gabríela Máney með ömmu sinni, Önnu Lindu í Mjósyndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara sauðféð á bænum, sem Gabríela elskar því hún er líka mikil hestakona og ríður mikið út á merinni sinni og þá helst berbakt. „Þetta er Brella, ég á hana, hún er meri og og er frá Þorlákshöfn,” segir Gabríela þegar hún var beðin um að segja aðeins frá hestinum sínum. Gabríela er mjög hrifin af hestum og fer mikið á bak á hryssunni sinni Brellu og þá helst berbakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Krakkar Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira