Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 20:10 Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa áhrif á tugi flugferða og raska plönum mörg þúsund farþega. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum. Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjá meira
Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum.
Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjá meira