Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 21:01 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, kannaðist við jógaboltann en ekki við að hafa stungið hann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þrátt fyrir það var boltinn blóðugur og greinilega búið að stinga hann. Getty/Vísir Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira