Innlent

Öku­maður ók út af veginum á Kjalar­nesi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vetrarfærð á Vesturlandsvegi, þó ekki á kaflanum um Kjalarnes. Á þeim kafla keyrði ökumaður út af veginum.
Vetrarfærð á Vesturlandsvegi, þó ekki á kaflanum um Kjalarnes. Á þeim kafla keyrði ökumaður út af veginum. Vísir/Vilhelm

Ökumaður ók bíl út af veginum á nýja kafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar en áverkar hans voru ekki alvarlegir og var hann með meðvitund.

Það var töluverður viðbúnaður á Kjalarnesi vegna slyssins en að sögn Bjarna Ingimarssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, voru tveir sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang.

Að sögn Bjarnaþurfti ekki að klippa farþegann út og voru dælubílarnir einungis notaðir til að beina ljóskösturum að slysstað.

Ökumaðurinn var einn í bílnum og var að sögn Bjarna „ekki alvarlega slasaður og með meðvitund“ þegar hann var fluttur með sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×