Furðuleg og ósanngjörn staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:53 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“ Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“
Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24
Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08
Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10