Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu flugumferðastjóra og Isavia en þeir fyrrnefndu lögðu niður störf í sex tíma í nótt og í morgun þannig að allt flug til og frá landinu lamaðist og innanlandsflugið líka.

Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerðanna sem valda félögunum miklu tjóni.

Þá fjöllum við um neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður í kvöld þar sem ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa verður tekin fyrir.

Einnig heyrum við í formanni Félags tónskálda og textahöfunda sem skorar á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt í Eurivision keppninni ef Ísrael fær að vera með.

Cop28 ráðstefnunni lýkur síðar í dag og við ræðum við formann íslensku sendinefndarinnar um hvernig hefur gengið.

Í íþróttapakka dagsins er það síðan kvennalandsliðið í handbolta sem tryggði sér í gær í úrslitaleik Forsetabikarsins og svo er farið yfir Meistaradeild Evrópu og leiki kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×