Innlent

Stöðva ekki starf­semi Intuens

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens.
Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens.

Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Eins og fram hefur komið fór embætti landlæknis þess á leit við ráðuneytið að starfsemin yrði stöðvuð í ljósi þess að fyrirtækið hafi ekki brugðist við ítrekuðum erindum og tilmælum landlæknis.

Fyrirtækið sætti harðri gagnrýni í lok nóvember fyrir að bjóða upp á svokallaða heilskimun. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, sagði heilskimunina vera eitt mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Fyrirtækið fjarlægði síðar upplýsingar um heilskimunina af vef sínum. Sagðist Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið kynnt í góðri trú.

Rúmast nú innan marka

Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að með breytingum Intuens á starfsemi sinni rúmist þjónusta þess nú innan þeirra marka sem voru forsendan fyrir upphaflegri staðfestingu embættisins á rekstri fyrirtækisins.

Sú staðfesting hafi verið veitt þann 3. nóvember síðastliðinn. Hún hafi eingöngu tekið til heimildar um að veita myndgreiningarþjónustu á grundvelli tilvísana.


Tengdar fréttir

Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×