„Það þýðir lítið að reyna að panta verk hjá mér“ Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2023 08:01 Eggert Pétursson er einn dáðasti myndlistarmaður þjóðarinnar og algerlega sér á parti. vísir/vilhelm Eggert Pétursson er einn dáðasti myndlistarmaður þjóðarinnar. Hann á ekkert verk eftir sjálfan sig, verkin eru rifin úr höndum hans en það tekur hann að jafnaði rúman mánuð að vinna hvert verk um sig. Við þessu er ráð sem er að reyna festa verkin á bók, ljósmynda og fæst þannig heildarsýn yfir þróun verka listamannsins. Sjálfur lítur hann á bækurnar sem part í sinni listsköpun; bækurnar eru listaverk út af fyrir sig. Og nú er að koma út glæsilegur prentgripur – fyrsta verk nýrrar bókaútgáfu sem ber heitir Kind og er í eigu Þrastar Helgasonar fyrrverandi dagskrárstjóra Rásar 1. Bókin er í stóru broti og þar getur að líta 109 myndir Eggerts. Eggert er einstakur meðal listamanna, verk hans eru þaulunnin og sýna blómabreiður. Er þar allt sem sýnist? Blómin uxu yfir myndflötinn Blaðamaður náði tali af Eggerti sem upplýsir að hann hafi alltaf haft blómaáhugann, frá blautu barnsbeini. „Ég safnaði þeim og þurrkaði. Þegar ég kom frá námi var ég beðinn um að myndskreyta bók um íslenska flóru. Það sem ég var að fást við í myndlist þá var ólíkt því sem síðar varð, en það duttu blóm inná myndflötinn og uxu síðan yfir hann. Þetta var á árunum um 1987-1989. Síðan þá hefur nærri allt sem ég hef fengist við verið olíumálverk af blómum.“ Þetta er ein rúmlega hundrað mynda sem finna má í bókinni. Bók er í stóru broti og þar er að finna 109 myndir af málverkum Eggerts frá 25 ára tímabili. Nýjustu verkin eru ný af nálinni. Í bókinni eru tvær greinar sen fylgja verkunum úr hlaði. Þröstur sjálfur skrifar aðra þeirra og þar segir hann verk Eggerts ekki natúralísk þó verklagið gefi það til kynna og minni á það sem natúralistar nítjándualdar vildu temja sér. „Natúralískur málari hefði sýnt blómin og grösin í fjarvídd og þannig dregið fram hlutverk hvers og eins einstaklings í samhengi heildarinnar. Málverk Eggerts líkjast mun frekar innhverfum módernískum ljóðum sem snúast um eitt hugtak eða hugmynd og hafa takmarkaða eða á einhvern hátt skerta – truflaða – vísun til ytri heims. Eggert býr með eiginkonu sinni en þau eiga fjögur uppkomin börn. Eggert hefur alltaf haft vinnustofuna heima svo hann geti jöfnum höndum sinnt barnauppeldi og málaralistinni.vísir/vilhelm Slík verk gera sjálf sig að umfjöllunarefni, eðlisþætti sína, form og aðrar eigindir. Þetta eru ær og kýr hugmyndalistarinnar þaðan sem Eggert er upprunninn, menntaður í Jan van Eyck akademíunni í Maastricht í Hollandi og einn af aðstandendum Gallerís Suðurgötu 7 í lok áttunda áratugarins,“ skrifar Þröstur meðal annars. Tekur eitt til tvö ár að fullvinna mynd Þetta vekur upp spurningar. Eggert á enga kollega sem eru að fást við blómamyndir. Hann er til þess að gera einn í þessu. „Þegar ég fór út í blómin var þetta frekar einmanalegt, margir listamenn hafa þó prófað þetta með öðru og ég finn fyrir aukningu. En ég fór alla leið og sé ekki eftir því,“ segir Eggert spurður um hvort þetta sé ekki einmanaleg iðja. En það er nú líklega einmanalegt hvort sem er. Þetta eru feykilega fallegar myndir. „Ég pæli ekki mikið í fegurðinni þegar ég er að vinna myndirnar, blómin sjá um að leysa það vandamál.“ En ertu lengi að vinna hverja mynd um sig? „Jú ég er lengi með myndirnar, þetta tekur alltaf eitt til tvö ár, og hugmyndavinnan nær ennþá lengra aftur. Ég vinn að mörgum verkum í einu, þetta eru oft grúppur frekar en stakar myndir. Verkin sem ég næ að skila af mér á ári eru í mesta lagi tíu, en þetta eru yfirleitt stór eða frekar stór verk.“ Enn eitt dæmi af myndum sem finna má í bókinni. Og reyndar ráða aðstæður því að Eggert er ekki einn í heiminum. Hann er giftur og á fjögur uppkomin börn. „Ég hef alltaf haft vinnustofuna heima, stundum var hún bara í stofunni. Það hefur alltaf verið nauðsynlegt fyrir mig að geta verið öllum stundum að fást við mína myndlist og unnið heimilisstörf og sinnt barnauppeldi jafnhliða.“ Sérviska ræður því hvernig blómin raðast Þorlákur Einarsson er annar greinarhöfunda bókarinnar en Þorlákur skrifar meðal annars: „Æsilega fantasíu má ekki túlka sem skipulagsleysi því skipulagið er mikið. Raunar hefst Eggert sjaldnast handa fyrr en hann er búinn að ímynda sér rými með verkum sínum, búinn að útfæra sýningu. Skissubókin er notuð til þess að þróa myndirnar, skrá minningar úr náttúrunni, yfirleitt unnar í blýant og vatnslit. Þótt Eggert gangi mikið og skoði vinnur hann aldrei en plain air, enda henta yfirlega og öguð vinnubrögð vinnustofunnar betur verkum hans. Eggert segir talsverðan mun á málverki á vegg og málverki á bók. Hann lítur á bækurnar sem framlengingu á listsköpun sinni.vísir/vilhelm Engin mynd er þó alger uppspuni heldur hrindir tilfinning eða hughrif af stað túlkun Eggerts á eigin minningu.“ Þú ert þá kannski meðfram að spá í myndbyggingunni? Eins og ég skil grein Þorláks í bókinni þá eru þetta hugmyndir að blómum fremur en að þú sért að mála blómin beint? „Ég get varla sagt að það sé hefðbundin myndbygging í verkunum mínum. Ég raða niður blómunum eftir alls konar sérvisku. Oft eru þetta ákveðnar ættir, ákveðnir staðir eða landslag, jafnvel landshlutar. Eða bara litir og stundum heiti blómanna. Ég er spenntur fyrir alls konar kerfum sem notum til að sjá og hugsa með og stundum er smá kaldhæðni í því hvernig ég færi það inn í mína myndlist. Elstu blómaverkin voru yfirleitt þannig að það var ein blómategund í hverju verki, endurtekin endalaust og verkin virtust einlit í fjarska. Myndbyggingin var þá fólgin í stærð og formi verksins og stöðu þess í rýminu sem það var sýnt í.“ Lætur eftirspurnina ekki trufla sig En, tíu verk á ári, eða þar um bil og þú ert vinsæll. Er þá ekki algengt að ákafir listaverkasafnarar séu búnir að panta verk hjá þér – þetta er kannski meira og minna uppselt langt fram í tímann? „Það þýðir lítið að reyna að panta verk hjá mér. Ég er bara með mína áætlun um þau verk sem ég ætla mér að gera, þau plön eru langt fram í tímann. Það eru margir sem vilja eignast verk og margir bíða. Ég læt það ekki trufla mig.“ Hér er gott dæmi um mynd sem finna má í bókinni, sem er einstaklega vegleg. Og svo náttúrlega öðlast verkin nýtt líf, annað líf, á bók. Þessi bók er númer ... hvað? „Já bækurnar sem hafa komið út um mig eru allar uppseldar og þess vegna var farið út í að gera þessa. Ég veit eiginlega ekki númer hvað þessi er, líklegast er þetta þriðja, fjórða eða fimmta stóra bókin, en sumar eru bæklingar og á mörkum þess að vera bæklingar og svo eru bókverk.“ Hvað sýnist þér gerast við að verkunum sé í raun pakkað inn milli tveggja harðspjalda? Taka verkin breytingum, skipta þau um lit og merkingu? „Jú, upplifun af myndlist er allt önnur í bók en í sýningarsal. Bókarformið hefur alltaf heillað mig, það að áhorfandinn er alltaf einn þegar hann opnar bókina. Í sýningarsalnum er upplifunin af verkinu í tíma og með öllum smáatriðunum sem ég set í mín verk verður það nokkuð augljóst,“ segir Eggert. Bækurnar eru hluti listsköpunarinnar Þó myndlistarmenn reyni að láta það ekki skipta sig neinu máli þá er þeim aldrei sama um hvar verkin eru niður komin, þau eru jú þrátt fyrir allt og auðvitað hugsuð sem hluti einhvers umhverfis. „Málverk á heimili hefur enn lengri tíma, að búa með því, það verður einhvers konar hjarta eða líffæri hússins. Það er spennandi að vinna með þennan mun,“ segir Eggert en við erum enn að ræða muninn á málverki á bók og málverki á vegg. Eggert með bókina í höndum en hún er ekki enn komin til landsins.vísir/vilhelm „Ég gerði það á sýningunni í i8 galleríi 2007 þar sem ég sýndi 100 lítil málverk. Já það voru meira en hundrað málverk það árið sem var einhvers konar gjörningur, eiginlega var þetta eins og stór verk hefðu verið bútuð niður. Í lok sýningarinnar kom út bók þar sem öll málverkin voru, en bara brot úr hverri mynd í raunstærð. Bókahönnuðurinn var galleristinn Börkur Arnarson og hann varð að velja hvaða hluti úr hverri mynd birtist í bókinni.“ Þannig að þú lítur í raun á bækurnar sem framhald á þinni list? „Jú þær eru það vissulega, þær verða hluti af heildarverkinu þó ég sé ekki endilega með puttana í gerð þeirra.“ Listaverk eða skemmdarverk Þetta rifjar upp mál sem snertir Eggert og er verk sem kallaðist Fallegasta bók í heimi, umdeilt listaverk sem unnið var sérstaklega af sýningarstjórn KODDU sem samanstóð af þeim Hannesi Lárussyni, Ásmundi Ásmundssyni og Tinnu Grétarsdóttur. Þetta var árið 2011 en verkið notaðist að hluta til við bókina Flora Islandica eftir þá Eggert og Ágúst H. Bjarnason en Crymogea gaf út. Litaspjald Eggerts.vísir/vilhelm Kristján B. Jónasson útgefandi taldi verkið brjóta á sæmdarrétti höfunda og óskaði eftir því að það yrði fjarlægt af sýningunni. Var tekist á um hvort um væri að ræða listaverk eða skemmdarverk og hafði þetta margvísleg eftirmál. Eiginlega verður ekki komist hjá því að spyrja Eggert öllum þessum árum síðar hvernig þetta hafi lagst í hann. „Mér leið mjög illa með þá meðhöndlun og geri það enn. Flora Islandica er bókverk eftir mig þó margir hafi komið að því. Það er hluti af heildarverkinu og nauðsynlegt að myndirnar sem komu út í fyrstu í „Íslenskri Flóru með litmyndum“, sem myndskreytingar væru settar á stall í þessari yfirgengilega stóru, þungu, dýru og fallegu bók.“ Jájá, þetta rifjaðist bara upp fyrir mér, segir blaðamaður fljótmæltur. En ljóst er að Eggerti er ekkert um að rifja þetta mál upp enda flókið og viðkvæmt þó liðinn sé allur þessi tími. Allt fer sem er lúxusvandamál En þegar þú ert að vinna bók, sem samanstendur af fjölda verka, er þá mikið lagt uppúr því að velja myndirnar og þá í hvaða röð þær birtast? „Jú það er vandi, en ég var alls ekki einn í því að velja verkin. Í þessari bók var lagt upp með að gefa sem best yfirlit yfir það sem ég hef verið að fást við síðast liðin 20 til 25 ár. Mörg af eldri verkunum af sést áður í bókum en síðasta yfirlitsbók kom út 2012 og ég hef verið mjög aktífur síðan þá. Röðin er nokkurn veginn í tímaröð eins og áður og þegar ég vinn vanalega með raðir verka kemur eðlilega einhver tenging milli þeirra í bókinni.“ Næsta spurning er klén en klassísk. Er eitthvað verk í bókinni sem mér þykir extra vænt um? Ég á engin verk eftir mig sjálfan. Allt fer sem er lúxusvandamál. Reyndar er þarna eitt verk sem ég gerði í leyni fyrir konuna mína þegar hún varð sextug í fyrra og gaf henni. Það hangir heima hjá okkur sem er svolítið skrítin tilfinning, að horfa daglega á verk eftir mig og sjá það eldast, en það gerum við líka. Ég læt mér þykja vænt um það verk.“ Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fékk að fara í það allra heilagasta, vinnustofuna sjálfa og hann fylgdist með listamanninum að störfum. Afraksturinn má sjá hér neðar. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Höfundatal Bókaútgáfa Myndlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Við þessu er ráð sem er að reyna festa verkin á bók, ljósmynda og fæst þannig heildarsýn yfir þróun verka listamannsins. Sjálfur lítur hann á bækurnar sem part í sinni listsköpun; bækurnar eru listaverk út af fyrir sig. Og nú er að koma út glæsilegur prentgripur – fyrsta verk nýrrar bókaútgáfu sem ber heitir Kind og er í eigu Þrastar Helgasonar fyrrverandi dagskrárstjóra Rásar 1. Bókin er í stóru broti og þar getur að líta 109 myndir Eggerts. Eggert er einstakur meðal listamanna, verk hans eru þaulunnin og sýna blómabreiður. Er þar allt sem sýnist? Blómin uxu yfir myndflötinn Blaðamaður náði tali af Eggerti sem upplýsir að hann hafi alltaf haft blómaáhugann, frá blautu barnsbeini. „Ég safnaði þeim og þurrkaði. Þegar ég kom frá námi var ég beðinn um að myndskreyta bók um íslenska flóru. Það sem ég var að fást við í myndlist þá var ólíkt því sem síðar varð, en það duttu blóm inná myndflötinn og uxu síðan yfir hann. Þetta var á árunum um 1987-1989. Síðan þá hefur nærri allt sem ég hef fengist við verið olíumálverk af blómum.“ Þetta er ein rúmlega hundrað mynda sem finna má í bókinni. Bók er í stóru broti og þar er að finna 109 myndir af málverkum Eggerts frá 25 ára tímabili. Nýjustu verkin eru ný af nálinni. Í bókinni eru tvær greinar sen fylgja verkunum úr hlaði. Þröstur sjálfur skrifar aðra þeirra og þar segir hann verk Eggerts ekki natúralísk þó verklagið gefi það til kynna og minni á það sem natúralistar nítjándualdar vildu temja sér. „Natúralískur málari hefði sýnt blómin og grösin í fjarvídd og þannig dregið fram hlutverk hvers og eins einstaklings í samhengi heildarinnar. Málverk Eggerts líkjast mun frekar innhverfum módernískum ljóðum sem snúast um eitt hugtak eða hugmynd og hafa takmarkaða eða á einhvern hátt skerta – truflaða – vísun til ytri heims. Eggert býr með eiginkonu sinni en þau eiga fjögur uppkomin börn. Eggert hefur alltaf haft vinnustofuna heima svo hann geti jöfnum höndum sinnt barnauppeldi og málaralistinni.vísir/vilhelm Slík verk gera sjálf sig að umfjöllunarefni, eðlisþætti sína, form og aðrar eigindir. Þetta eru ær og kýr hugmyndalistarinnar þaðan sem Eggert er upprunninn, menntaður í Jan van Eyck akademíunni í Maastricht í Hollandi og einn af aðstandendum Gallerís Suðurgötu 7 í lok áttunda áratugarins,“ skrifar Þröstur meðal annars. Tekur eitt til tvö ár að fullvinna mynd Þetta vekur upp spurningar. Eggert á enga kollega sem eru að fást við blómamyndir. Hann er til þess að gera einn í þessu. „Þegar ég fór út í blómin var þetta frekar einmanalegt, margir listamenn hafa þó prófað þetta með öðru og ég finn fyrir aukningu. En ég fór alla leið og sé ekki eftir því,“ segir Eggert spurður um hvort þetta sé ekki einmanaleg iðja. En það er nú líklega einmanalegt hvort sem er. Þetta eru feykilega fallegar myndir. „Ég pæli ekki mikið í fegurðinni þegar ég er að vinna myndirnar, blómin sjá um að leysa það vandamál.“ En ertu lengi að vinna hverja mynd um sig? „Jú ég er lengi með myndirnar, þetta tekur alltaf eitt til tvö ár, og hugmyndavinnan nær ennþá lengra aftur. Ég vinn að mörgum verkum í einu, þetta eru oft grúppur frekar en stakar myndir. Verkin sem ég næ að skila af mér á ári eru í mesta lagi tíu, en þetta eru yfirleitt stór eða frekar stór verk.“ Enn eitt dæmi af myndum sem finna má í bókinni. Og reyndar ráða aðstæður því að Eggert er ekki einn í heiminum. Hann er giftur og á fjögur uppkomin börn. „Ég hef alltaf haft vinnustofuna heima, stundum var hún bara í stofunni. Það hefur alltaf verið nauðsynlegt fyrir mig að geta verið öllum stundum að fást við mína myndlist og unnið heimilisstörf og sinnt barnauppeldi jafnhliða.“ Sérviska ræður því hvernig blómin raðast Þorlákur Einarsson er annar greinarhöfunda bókarinnar en Þorlákur skrifar meðal annars: „Æsilega fantasíu má ekki túlka sem skipulagsleysi því skipulagið er mikið. Raunar hefst Eggert sjaldnast handa fyrr en hann er búinn að ímynda sér rými með verkum sínum, búinn að útfæra sýningu. Skissubókin er notuð til þess að þróa myndirnar, skrá minningar úr náttúrunni, yfirleitt unnar í blýant og vatnslit. Þótt Eggert gangi mikið og skoði vinnur hann aldrei en plain air, enda henta yfirlega og öguð vinnubrögð vinnustofunnar betur verkum hans. Eggert segir talsverðan mun á málverki á vegg og málverki á bók. Hann lítur á bækurnar sem framlengingu á listsköpun sinni.vísir/vilhelm Engin mynd er þó alger uppspuni heldur hrindir tilfinning eða hughrif af stað túlkun Eggerts á eigin minningu.“ Þú ert þá kannski meðfram að spá í myndbyggingunni? Eins og ég skil grein Þorláks í bókinni þá eru þetta hugmyndir að blómum fremur en að þú sért að mála blómin beint? „Ég get varla sagt að það sé hefðbundin myndbygging í verkunum mínum. Ég raða niður blómunum eftir alls konar sérvisku. Oft eru þetta ákveðnar ættir, ákveðnir staðir eða landslag, jafnvel landshlutar. Eða bara litir og stundum heiti blómanna. Ég er spenntur fyrir alls konar kerfum sem notum til að sjá og hugsa með og stundum er smá kaldhæðni í því hvernig ég færi það inn í mína myndlist. Elstu blómaverkin voru yfirleitt þannig að það var ein blómategund í hverju verki, endurtekin endalaust og verkin virtust einlit í fjarska. Myndbyggingin var þá fólgin í stærð og formi verksins og stöðu þess í rýminu sem það var sýnt í.“ Lætur eftirspurnina ekki trufla sig En, tíu verk á ári, eða þar um bil og þú ert vinsæll. Er þá ekki algengt að ákafir listaverkasafnarar séu búnir að panta verk hjá þér – þetta er kannski meira og minna uppselt langt fram í tímann? „Það þýðir lítið að reyna að panta verk hjá mér. Ég er bara með mína áætlun um þau verk sem ég ætla mér að gera, þau plön eru langt fram í tímann. Það eru margir sem vilja eignast verk og margir bíða. Ég læt það ekki trufla mig.“ Hér er gott dæmi um mynd sem finna má í bókinni, sem er einstaklega vegleg. Og svo náttúrlega öðlast verkin nýtt líf, annað líf, á bók. Þessi bók er númer ... hvað? „Já bækurnar sem hafa komið út um mig eru allar uppseldar og þess vegna var farið út í að gera þessa. Ég veit eiginlega ekki númer hvað þessi er, líklegast er þetta þriðja, fjórða eða fimmta stóra bókin, en sumar eru bæklingar og á mörkum þess að vera bæklingar og svo eru bókverk.“ Hvað sýnist þér gerast við að verkunum sé í raun pakkað inn milli tveggja harðspjalda? Taka verkin breytingum, skipta þau um lit og merkingu? „Jú, upplifun af myndlist er allt önnur í bók en í sýningarsal. Bókarformið hefur alltaf heillað mig, það að áhorfandinn er alltaf einn þegar hann opnar bókina. Í sýningarsalnum er upplifunin af verkinu í tíma og með öllum smáatriðunum sem ég set í mín verk verður það nokkuð augljóst,“ segir Eggert. Bækurnar eru hluti listsköpunarinnar Þó myndlistarmenn reyni að láta það ekki skipta sig neinu máli þá er þeim aldrei sama um hvar verkin eru niður komin, þau eru jú þrátt fyrir allt og auðvitað hugsuð sem hluti einhvers umhverfis. „Málverk á heimili hefur enn lengri tíma, að búa með því, það verður einhvers konar hjarta eða líffæri hússins. Það er spennandi að vinna með þennan mun,“ segir Eggert en við erum enn að ræða muninn á málverki á bók og málverki á vegg. Eggert með bókina í höndum en hún er ekki enn komin til landsins.vísir/vilhelm „Ég gerði það á sýningunni í i8 galleríi 2007 þar sem ég sýndi 100 lítil málverk. Já það voru meira en hundrað málverk það árið sem var einhvers konar gjörningur, eiginlega var þetta eins og stór verk hefðu verið bútuð niður. Í lok sýningarinnar kom út bók þar sem öll málverkin voru, en bara brot úr hverri mynd í raunstærð. Bókahönnuðurinn var galleristinn Börkur Arnarson og hann varð að velja hvaða hluti úr hverri mynd birtist í bókinni.“ Þannig að þú lítur í raun á bækurnar sem framhald á þinni list? „Jú þær eru það vissulega, þær verða hluti af heildarverkinu þó ég sé ekki endilega með puttana í gerð þeirra.“ Listaverk eða skemmdarverk Þetta rifjar upp mál sem snertir Eggert og er verk sem kallaðist Fallegasta bók í heimi, umdeilt listaverk sem unnið var sérstaklega af sýningarstjórn KODDU sem samanstóð af þeim Hannesi Lárussyni, Ásmundi Ásmundssyni og Tinnu Grétarsdóttur. Þetta var árið 2011 en verkið notaðist að hluta til við bókina Flora Islandica eftir þá Eggert og Ágúst H. Bjarnason en Crymogea gaf út. Litaspjald Eggerts.vísir/vilhelm Kristján B. Jónasson útgefandi taldi verkið brjóta á sæmdarrétti höfunda og óskaði eftir því að það yrði fjarlægt af sýningunni. Var tekist á um hvort um væri að ræða listaverk eða skemmdarverk og hafði þetta margvísleg eftirmál. Eiginlega verður ekki komist hjá því að spyrja Eggert öllum þessum árum síðar hvernig þetta hafi lagst í hann. „Mér leið mjög illa með þá meðhöndlun og geri það enn. Flora Islandica er bókverk eftir mig þó margir hafi komið að því. Það er hluti af heildarverkinu og nauðsynlegt að myndirnar sem komu út í fyrstu í „Íslenskri Flóru með litmyndum“, sem myndskreytingar væru settar á stall í þessari yfirgengilega stóru, þungu, dýru og fallegu bók.“ Jájá, þetta rifjaðist bara upp fyrir mér, segir blaðamaður fljótmæltur. En ljóst er að Eggerti er ekkert um að rifja þetta mál upp enda flókið og viðkvæmt þó liðinn sé allur þessi tími. Allt fer sem er lúxusvandamál En þegar þú ert að vinna bók, sem samanstendur af fjölda verka, er þá mikið lagt uppúr því að velja myndirnar og þá í hvaða röð þær birtast? „Jú það er vandi, en ég var alls ekki einn í því að velja verkin. Í þessari bók var lagt upp með að gefa sem best yfirlit yfir það sem ég hef verið að fást við síðast liðin 20 til 25 ár. Mörg af eldri verkunum af sést áður í bókum en síðasta yfirlitsbók kom út 2012 og ég hef verið mjög aktífur síðan þá. Röðin er nokkurn veginn í tímaröð eins og áður og þegar ég vinn vanalega með raðir verka kemur eðlilega einhver tenging milli þeirra í bókinni.“ Næsta spurning er klén en klassísk. Er eitthvað verk í bókinni sem mér þykir extra vænt um? Ég á engin verk eftir mig sjálfan. Allt fer sem er lúxusvandamál. Reyndar er þarna eitt verk sem ég gerði í leyni fyrir konuna mína þegar hún varð sextug í fyrra og gaf henni. Það hangir heima hjá okkur sem er svolítið skrítin tilfinning, að horfa daglega á verk eftir mig og sjá það eldast, en það gerum við líka. Ég læt mér þykja vænt um það verk.“ Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fékk að fara í það allra heilagasta, vinnustofuna sjálfa og hann fylgdist með listamanninum að störfum. Afraksturinn má sjá hér neðar. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm
Höfundatal Bókaútgáfa Myndlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira