Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. desember 2023 20:52 Birgir segir verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra hafa skapað mikla röskun. Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku að öllu óbreyttu. Vísir/Arnar Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“ Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“
Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira