Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. desember 2023 20:52 Birgir segir verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra hafa skapað mikla röskun. Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku að öllu óbreyttu. Vísir/Arnar Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“ Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Sjá meira
Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“
Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Sjá meira