Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs, bauð Selenskí velkominn til landsins en hann mun ávarpa leiðtogafund Norðurlandanna sem fram fer í Osló í dag þar sem öryggis og varnarmál eru til umræðu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra situr fundinn ásamt þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, sænska forsætisráðherranum Ulf Kristersson, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, og gestgjafanum Jonas Gahr Störe.
Að fundinum í Osló loknum mun Selenskí fara á leiðtogafund í Brussel þar sem búist er við að hann muni krefjast þess að Úkraína hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið sem fyrst.
Í tilkynningu frá forsætisráðuneytisins segir að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu. „Um er að ræða annan leiðtogafund Norðurlandanna og Úkraínu á árinu en fyrri fundurinn var haldinn í Helsinki í maí sl. Að loknum leiðtogafundinum mun forsætisráðherra eiga tvíhliðafund með Úkraínuforseta,“ segir í tilkynningunni.