Lífeyrissjóðum ekki heimilt að fella niður vexti Grindvíkinga Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 11:08 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi lífeyrissjóð vegna sjóðfélagalána í Grindavík, er afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi segir að sjóðnum sé heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi er bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Ekki orðið við kröfum háværra mótmælenda Háværar kröfur hafa verið gerðar um að lífeyrissjóðir geri slíkt hið sama en stjórendur þeirra hafa sagt lagalega óvissu uppi um það hvort þeim sé það heimilt. Kröfurnar náðu hámæli þegar verkalýðsforingjar í Grindavík ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og fleiri verkalýðsforkólfum, stóðu fyrir háværum mótmælum í höfuðstöðvum Gildis. Nú liggur fyrir ákvörðun Gildis um að fella ekki niður vexti og verðbætur lána Grindvíkinga með almennum hætti. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin af stjórn Gildis, meðal annars á grundvelli álitsgerðar LEX. Frestun hafi lítil sem engin áhrif á afborganir Gildi muni meta stöðu einstakra lántakenda sjóðsins frá Grindavík og skoða sérstaklega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höllum fæti standa út frá greiðslugetu og veðstöðu. Staðan á svæðinu sé enn um margt óljós og erfitt er að meta hvenær til slíkra aðgerða kemur. „Minnt er á að sjóðurinn hefur þegar veitt lántakendum sex mánaða greiðsluskjól. Í því felst að gjalddögum er einfaldlega frestað þannig að lánið lengist um allt að sex mánuði. Frestunin hefur þar með nánast engin áhrif á mánaðarlegar greiðslur eftir að frystingu lýkur.“ Lífeyrissjóðir Grindavík Tengdar fréttir „Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53 Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00 Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis frá Gildi segir að sjóðnum sé heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi er bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Ekki orðið við kröfum háværra mótmælenda Háværar kröfur hafa verið gerðar um að lífeyrissjóðir geri slíkt hið sama en stjórendur þeirra hafa sagt lagalega óvissu uppi um það hvort þeim sé það heimilt. Kröfurnar náðu hámæli þegar verkalýðsforingjar í Grindavík ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og fleiri verkalýðsforkólfum, stóðu fyrir háværum mótmælum í höfuðstöðvum Gildis. Nú liggur fyrir ákvörðun Gildis um að fella ekki niður vexti og verðbætur lána Grindvíkinga með almennum hætti. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin af stjórn Gildis, meðal annars á grundvelli álitsgerðar LEX. Frestun hafi lítil sem engin áhrif á afborganir Gildi muni meta stöðu einstakra lántakenda sjóðsins frá Grindavík og skoða sérstaklega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höllum fæti standa út frá greiðslugetu og veðstöðu. Staðan á svæðinu sé enn um margt óljós og erfitt er að meta hvenær til slíkra aðgerða kemur. „Minnt er á að sjóðurinn hefur þegar veitt lántakendum sex mánaða greiðsluskjól. Í því felst að gjalddögum er einfaldlega frestað þannig að lánið lengist um allt að sex mánuði. Frestunin hefur þar með nánast engin áhrif á mánaðarlegar greiðslur eftir að frystingu lýkur.“
Lífeyrissjóðir Grindavík Tengdar fréttir „Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53 Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00 Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53
Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00
Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52