Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 13:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. Þetta segir í tilkynningu frá Icelandair um verkfallið. Samningaviðræður Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, runnu út í sandinn í gær og annar fundur ekki boðaður fyrr en síðdegis á morgun. Því er ljóst að til vinnustöðvunar kemur klukkan 04 í nótt. „Verkfallið mun hafa þó nokkur áhrif á flugáætlun Icelandair. Þannig mun flugi sem er á áætlun snemma í fyrramálið frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu seinka. Sömuleiðis mun verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Starfsfólk Icelandair fylgist náið með stöðunni og mun hafa samband við farþega með hefðbundnum samskiptaleiðum ef breyting verður á flugi,“ segir í tilkynningu. Við breytingar á flugáætlun hafi starfsfólk Icelandair það að markmiði að allir farþegar komist á áfangastað innan sama ferðadags og að halda keðjuverkandi áhrifum á flugáætlunina í lágmarki. Flugáætlunin 14. desember sé umfangsmikil og gert sé ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um sextíu flugferðir og þar með ferðalög um 8.300 farþega Icelandair. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu.“ Yfirlit yfir helstu aðgerðir Icelandair: Flug frá Norður-Ameríku sem átti að lenda um og upp úr klukkan sex í fyrramálið er nú á áætlun á milli 10:30-11:00. Flug til Evrópu sem átti að fara í loftið á bilinu 7:20-8:40 er nú á áætlun á milli klukkan 09:45-11:45. Flug til London Gatwick í fyrramálið verður sameinað flugi til London Heathrow. Tvær ferðir til Amsterdam verða sameinaðar. Flugi til Frankfurt og Berlínar verður aflýst og farþegar endurbókaðir í gegnum Munchen og Zurich. Flugi til Stokkhólms og Óslóar verður aflýst og farþegar endurbókaður í gegnum Helsinki. Í vikunni hefur farþegum sem eiga bókað flug á verkfallsdögum verið boðið að færa flugið sitt og ferðast þannig einum degi fyrr eða síðar. Hluti tengifarþega hefur verið endurbókaður með öðrum flugfélögum á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Morgunflugi til Akureyrar er aflýst og farþegum boðið að ferðast með öðru flugi innan dagsins. Morgunflugi til Egilsstaða seinkar. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Icelandair um verkfallið. Samningaviðræður Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, runnu út í sandinn í gær og annar fundur ekki boðaður fyrr en síðdegis á morgun. Því er ljóst að til vinnustöðvunar kemur klukkan 04 í nótt. „Verkfallið mun hafa þó nokkur áhrif á flugáætlun Icelandair. Þannig mun flugi sem er á áætlun snemma í fyrramálið frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu seinka. Sömuleiðis mun verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Starfsfólk Icelandair fylgist náið með stöðunni og mun hafa samband við farþega með hefðbundnum samskiptaleiðum ef breyting verður á flugi,“ segir í tilkynningu. Við breytingar á flugáætlun hafi starfsfólk Icelandair það að markmiði að allir farþegar komist á áfangastað innan sama ferðadags og að halda keðjuverkandi áhrifum á flugáætlunina í lágmarki. Flugáætlunin 14. desember sé umfangsmikil og gert sé ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um sextíu flugferðir og þar með ferðalög um 8.300 farþega Icelandair. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu.“ Yfirlit yfir helstu aðgerðir Icelandair: Flug frá Norður-Ameríku sem átti að lenda um og upp úr klukkan sex í fyrramálið er nú á áætlun á milli 10:30-11:00. Flug til Evrópu sem átti að fara í loftið á bilinu 7:20-8:40 er nú á áætlun á milli klukkan 09:45-11:45. Flug til London Gatwick í fyrramálið verður sameinað flugi til London Heathrow. Tvær ferðir til Amsterdam verða sameinaðar. Flugi til Frankfurt og Berlínar verður aflýst og farþegar endurbókaðir í gegnum Munchen og Zurich. Flugi til Stokkhólms og Óslóar verður aflýst og farþegar endurbókaður í gegnum Helsinki. Í vikunni hefur farþegum sem eiga bókað flug á verkfallsdögum verið boðið að færa flugið sitt og ferðast þannig einum degi fyrr eða síðar. Hluti tengifarþega hefur verið endurbókaður með öðrum flugfélögum á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Morgunflugi til Akureyrar er aflýst og farþegum boðið að ferðast með öðru flugi innan dagsins. Morgunflugi til Egilsstaða seinkar.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira