Lokaleikur Blika er í kvöld á móti úkraínska liðinu Zorya Luhansk en leikurinn verður spilaður í Lublin í Póllandi. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Höskuldur er einn af fimm leikmönnum Blika sem hafa spilaði í öllum fimmtán leikjunum en sá eini sem hefur verið inn á allan tímann.
Höskuldur er búinn að spila í 1.350 mínútur í Evrópuleikjum í ár og þá teljum við ekki með uppbótatímann. Spili hann allar níutíu mínúturnar í kvöld nær hann því að spila í 1.440 mínútur í Evrópukeppni á árinu 2023 en það gerir nákvæmlega 24 klukkutíma eða heilan sólarhring.
Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru báðir teknir af velli í einum leik og hafa því spilað aðeins minna. Viktor Örn Margeirsson hefur byrjað alla leiki nema einn og spilað í þeim öllum eins og Jason Daði Svanþórsson.
Anton Ari Einarsson markvörður hefur aldrei verið tekinn af velli en hann spilaði ekki einn leikinn þar sem Brynjar Atli Bragason stóð í markinu.
Höskuldur Gunnlaugsson er markahæsti leikmaður Blika í Evrópu í ár en hann hefur skorað einu marki meira en Jason Daði Svanþórsson. Kristinn Steindórsson hefur aftur á móti lagt upp flest mörk.
- Flestar mínútur spilaðar hjá Breiðabliki í Evrópuleikjum í ár:
- 1. Höskuldur Gunnlaugsson 1.350 mínútur
- 2. Damir Muminovic 1.332 mínútur
- 3. Gísli Eyjólfsson 1.323 mínútur
- 4. Viktor Örn Margeirsson 1.287 mínútur
- 5. Anton Ari Einarsson 1.260 mínútur
- 6. Jason Daði Svanþórsson 1.116 mínútur
- 7. Viktor Karl Einarsson .1049 mínútur
- 8. Kristinn Steindórsson 951 mínútur
- 9. Anton Logi Lúðvíksson 884 mínútur
- 10. Oliver Sigurjónsson 880 mínútur
- 11. Andri Rafn Yeoman 822 mínútur
- 12. Klæmint Olsen 716 mínútur
- Flest mörk hjá Breiðabliki í Evrópuleikjum í ár:
- 1. Höskuldur Gunnlaugsson 6 mörk
- 2. Jason Daði Svanþórsson 5 mörk
- 3. Gísli Eyjólfsson 3 mörk
- 3. Klæmint Olsen 3 mörk
- 3. Viktor Karl Einarsson 3 mörk
- Flestar stoðsendingar hjá Breiðabliki í Evrópuleikjum í ár:
- 1. Kristinn Steindórsson 4 stoðsendingar
- 2. Oliver Sigurjónsson 2 stoðsendingar
- 2. Viktor Örn Margeirsson 2 stoðsendingar
- 2. Jason Daði Svanþórsson 2 stoðsendingar