Ekki forsendur til skólahalds í Grímsey Árni Sæberg skrifar 14. desember 2023 10:01 Ekki verður hægt að sækja grunnskóla í Grímsey á komandi skólaönn. Vísir/Jóhann K Upplýsingaöflun bæjarráðs Akureyrarbæjar hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey. Skólahald var fellt niður árið 2019 en foreldrar þriggja barna óskuðu eftir því að það yrði endurvakið. Í nýjustu fundargerð bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að fræðslu- og lýðheilsuráð bæjarins hafi samþykkt fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verði endurmetin í maí 2024. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafi vísað málinu til bæjarráðs þann 13. nóvember síðastliðinn. Bæjarráð hafi þá falið Kristínu Jóhannesdóttur, sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs, að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir bæjarráð. Í fundargerðinni segir að bæjarráð leggi áherslu á samfellda skólagöngu barna og greiðan aðgang að frístundastarfi í samræmi við barnalög og því sé réttast að barn gangi aðeins í einn skóla, þar sem aðgangur að frístundastarfi er góður. Þó ríki skilningur á aðstæðum fjölskyldna, þar sem annað foreldri stundar sína atvinnu að stórum hluta í Grímsey. Vilji sé til að koma til móts við foreldra barna sem eiga búsetu í Grímsey með auknum sveigjanleika til náms með stuðningi frá skóla barns, í allt að þrjár vikur á önn. Bæjarráð feli sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að skapa þá umgjörð í samstarfi við skóla barnanna og kynna hana foreldrum. „Upplýsingaöflun hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey.“ Grímsey Akureyri Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Í nýjustu fundargerð bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að fræðslu- og lýðheilsuráð bæjarins hafi samþykkt fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verði endurmetin í maí 2024. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafi vísað málinu til bæjarráðs þann 13. nóvember síðastliðinn. Bæjarráð hafi þá falið Kristínu Jóhannesdóttur, sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs, að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir bæjarráð. Í fundargerðinni segir að bæjarráð leggi áherslu á samfellda skólagöngu barna og greiðan aðgang að frístundastarfi í samræmi við barnalög og því sé réttast að barn gangi aðeins í einn skóla, þar sem aðgangur að frístundastarfi er góður. Þó ríki skilningur á aðstæðum fjölskyldna, þar sem annað foreldri stundar sína atvinnu að stórum hluta í Grímsey. Vilji sé til að koma til móts við foreldra barna sem eiga búsetu í Grímsey með auknum sveigjanleika til náms með stuðningi frá skóla barns, í allt að þrjár vikur á önn. Bæjarráð feli sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að skapa þá umgjörð í samstarfi við skóla barnanna og kynna hana foreldrum. „Upplýsingaöflun hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey.“
Grímsey Akureyri Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira