Síðasti séns á stórum jólabónus Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2023 11:30 Jason Daði Svanþórsson og félagar í Breiðabliki bíða enn eftir fyrsta stigi íslensks liðs í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeir fá annað tækifæri gegn Zorya í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Karlalið Breiðabliks spilar sinn síðasta leik á löngu keppnistímabili í kvöld, þegar lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta fer fram. Félagið gæti tryggt sér 75 milljónir króna. Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í kvöld, og fer leikurinn fram í pólsku borginni Lublin vegna stríðsins í Úkraínu. Blikar eru enn án stiga í sínum riðli en töpuðu 1-0 gegn Zorya á heimavelli í október, og hafa einnig tapað naumlega í leikjum gegn Maccabi Tel Aviv og Gent. Blikar hafa því ekki unnið sér inn neitt aukaverðlaunafé, eftir að þeir komust fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði eru 500.000 evrur fyrir hvern sigurleik, svo að ef að Blikum tekst að landa sigri í kvöld bíða þeirra 75 milljónir íslenskra króna. Fyrir að ná jafntefli fæst öllu minna eða 166.000 evrur, jafnvirði 25 milljóna króna. Búnir að ná hálfum milljarði Með því að komast í riðlakeppnina tryggðu Blikar sér 2,94 milljónir evra, sem í dag jafngildir um 440 milljónum króna, til viðbótar við lægri upphæðir sem liðið fékk vegna þátttöku í undankeppnum í sumar. Alls höfðu Blikar því tryggt sér um 3,4 milljónir evra, sem á gengi dagsins í dag er meira en hálfur milljarður króna, áður en riðlakeppnin hófst en við það hefur hins vegar hingað til ekki bæst neitt verðlaunafé. Vert er að taka fram að þátttöku í Evrópukeppni, með tilheyrandi ferðalögum og hótelgistingu, fylgir kostnaður. Ljóst er að hvernig sem fer í kvöld þá enda Blikar í neðsta sæti síns riðils, B-riðilsins. Gent er efst með 13 stig og Maccabi Tel Aviv er með 12, en Zorya 4 stig. Gent og Maccabi spila um efsta sæti riðilsins í kvöld og liðið sem endar efst fær 650.000 evrur, en liðið í 2. sæti fær 325.000 evrur. Leikur Zorya og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í kvöld, og fer leikurinn fram í pólsku borginni Lublin vegna stríðsins í Úkraínu. Blikar eru enn án stiga í sínum riðli en töpuðu 1-0 gegn Zorya á heimavelli í október, og hafa einnig tapað naumlega í leikjum gegn Maccabi Tel Aviv og Gent. Blikar hafa því ekki unnið sér inn neitt aukaverðlaunafé, eftir að þeir komust fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði eru 500.000 evrur fyrir hvern sigurleik, svo að ef að Blikum tekst að landa sigri í kvöld bíða þeirra 75 milljónir íslenskra króna. Fyrir að ná jafntefli fæst öllu minna eða 166.000 evrur, jafnvirði 25 milljóna króna. Búnir að ná hálfum milljarði Með því að komast í riðlakeppnina tryggðu Blikar sér 2,94 milljónir evra, sem í dag jafngildir um 440 milljónum króna, til viðbótar við lægri upphæðir sem liðið fékk vegna þátttöku í undankeppnum í sumar. Alls höfðu Blikar því tryggt sér um 3,4 milljónir evra, sem á gengi dagsins í dag er meira en hálfur milljarður króna, áður en riðlakeppnin hófst en við það hefur hins vegar hingað til ekki bæst neitt verðlaunafé. Vert er að taka fram að þátttöku í Evrópukeppni, með tilheyrandi ferðalögum og hótelgistingu, fylgir kostnaður. Ljóst er að hvernig sem fer í kvöld þá enda Blikar í neðsta sæti síns riðils, B-riðilsins. Gent er efst með 13 stig og Maccabi Tel Aviv er með 12, en Zorya 4 stig. Gent og Maccabi spila um efsta sæti riðilsins í kvöld og liðið sem endar efst fær 650.000 evrur, en liðið í 2. sæti fær 325.000 evrur. Leikur Zorya og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira