Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Tindastóll 81-106 | Meistararnir unnu botnliðið sannfærandi Ágúst Örlaugur Magnússon skrifar 14. desember 2023 18:30 Tindastóll lenti ekki í teljandi vandræðum í Hveragerði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðar Hamars eru enn án sigurs í Subway-deild karla í körfubolta eftir að Íslandsmeistarar Tindastóls mættu til Hveragerðis og unnu einkar sannfærandi sigur. Fyrir leik mátti búast við ójöfnum leik þegar Hamar fékk Tindastól í heimsókn í Frystikistuna, heimavöll Hamars í Hveragerði. Hamar hafði ekki átt góðu gengi að fagna fyrir leik, en liðið hafði tapað öllum leikjum tímabilsins á meðan ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls hafa verið í smá brasi með sitt lið, en á pappír með mun meiri gæði Hamar í sínum leik. Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 9-0 eftir þrjár mínútur. Fyrsta karfa leiksins hjá Tindastóli kom ekki fyrr en eftir fjórar mínútur. Hamarsmenn héldu áfram að berjast vel og spila góðann leik á meðan Tindastóll voru ekki mættir til leiks. Í lok fyrsta leikhluta vöknuðu Tindastólsmenn til lífsins og náðu að jafna leikinn áður en fyrsta leikhluta lauk, 18-18. Tindastóll komu betur út úr leikhléinu og náðu fimm stiga forystu á fyrstu mínútum leikhlutans. Þá héldu allir að þeir væru að fara sigla fram úr Hamri með alla sína gæða leikmenn. Hamarsmenn voru hins vegar ekki á sama máli og náðu Tindastól aftur og var leikurinn í járnum í öðrum leikhluta þangað til að Davis Geks tók til sinna ráða og setti niður góðar körfur í lok leikhlutans. Tindastóll leiddi leikinn í hálfleik með sjö stigum, 36-43. Í þriðja leikhluta héldu leikmenn Tindastóls áfram að hamra járnið og sýndu gæði í leik sínum. Hamar neituðu hins vegar að gefast upp og hleyptu Tindastól ekki of langt frá sér. Það var mikið stigaskor hjá báðum liðum í þriðja leikhluta. Hamar skoraði 30 stig og Tindastóll 35 stig. Í fjórða leikhluta fór Tindastóll loks að skilja sig almennilega frá Hamri og gengu frá leiknum fljótlega í síðasta fjórðung. Gæði Tindastólsmanna voru einfaldlega of mikil gegn baráttuglöðum Hamarsmönnum. Tindastóll enduðu svo á því að vinna leikinn með 27 stigum, 81-106. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll er einfaldlega betra lið en Hamar. Tindastóll eru með gæða leikmenn í hverri stöðu og góða menn sem koma af bekknum á meðan Hamar hefur lítið af leikmönnum til skiptanna. Hverjir stóðu upp úr? Þórir Þorbjarnarson var besti leikmaður vallarins í dag. Hann átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks eins og flestir leikmenn Tindastóls, en þegar hann komst í gírinn var hann frábær. Þórir skoraði 28 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Í liði Hamars voru það Franck Kamgain og Björn Ásgeir Ásgeirsson sem stóðu upp úr. Hvað gekk illa? Tindastól gekk virkilega illa í upphafi leiks að ráða við virkilega baráttuglaða Hamarsmenn. Í seinni hálfleik snerist blaðið svo við og réðu Hvergerðingar illa við gæða sóknarleik hjá Tindastól. Hvað gerist næst? Nú er komið kærkomið jólafrí hjá báðum liðum í Subway deildinni. Nú geta Tindastólsmenn endurheimt leikmenn sem hafa verið í meiðslum og Hamarsmenn fengið smá pásu til að endurstilla sig eftir erfiðan vetur. Núna eru allir vonandi hættir að vera meiddir Pavel á hliðarlínunni.Vísir/Davíð Már Það var þungi fargi létt af Pavel eftir sigurinn „ Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, yfir höfuð erum, við erum ekki að festa okkur í einstaka sigrum eða töpum. Við erum að hugsa um stóru myndina.“ Vandræði hafa verið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og telur Pavel vera kærkomið að komast í smá jólafrí. „Núna eru allir vonandi hættir að vera meiddir, veikir og pappírar og eitthvað. Við getum vonandi núna horft fram á veginn með smá ró, það er það sem við keyptum okkur í kvöld.“ Í upphafi leiks virtist eins og leikmenn Tindastóls væru ekki alveg tilbúnir í slag í kvöld. Pavel vildi ekki kenna slæmu hugarfari um það „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið vandamál, við vorum að spila við lið sem er búið að tapa öllum leikjum sínum í deildinni í ár og mér fannst við ætla að troða boltanum í hverri einustu sókn. Um leið og við minnkuðum aðeins þær væntingar og slepptum af okkur beislinu og þá fundum við taktinn“ Má ekki búast við sterku liði hjá Tindastól eftir áramót? „Jú, þetta er búið að vera skrítið tímabil fyrir okkur. Við höfum ekki alveg fengið tækifæri að slípa okkur saman, hvað sem það þíðir, en nú hefst sú vinna.“ Nú styttist í jólin, hvað verður á boðstólum hjá Pavel um jólin? „Ég set það í hendurnar á þeim sem því stjórna, ég er enþá ungur maður sem hefur ekki stjórnina enþá, en ég mun klína inn humri á einn eða annan hátt og 100 prósent Kjörís í eftirrétt.“ Vorum bara of þreyttir til að ná að klára þetta Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir stórt tap í lokin var Halldór Karl Þórsson, þjálfari, sáttur við sína menn í fyrri hálfleik. „Við vorum að ná að framkvæma það sem við ætluðum að gera, eða svona 95% í fyrri hálfleiknum en svo í lok þriðja og byrjun fjórða þá fundu þeir betri lausnir á þessu.“ Það var erfitt fyrir fáliðaða Hamarsmenn að halda þetta út. „Við vorum bara of þreyttir til að ná að klára þetta, bara eins og það er búið að vera smá undanfarið.“ Hamar er núna komið í kærkomið jólafrí. „Aðallega til að hvíla leikmenn, sérstaklega Ragga og fleiri sem eru búnir að vera glíma við meiðsli, við erum að þjarkast á þeim of mikið. Það verður fínt fyrir okkur að kúppla okkur aðeins út og komast ferskir inn aftur eftir jól.“ Hamar eru fáliðaðir þessa stundina og veit Halldór ekki hvernig þetta mun líta út eftir jól „ Nú kannski bara hringi ég norður á Akureyri á morgun í stjórnarmenn og athugum hvað við getum gert og við getum ekki verið að hlaupa bara með fimm leikmenn eftir áramót.“ Subway-deild karla Hamar Tindastóll
Nýliðar Hamars eru enn án sigurs í Subway-deild karla í körfubolta eftir að Íslandsmeistarar Tindastóls mættu til Hveragerðis og unnu einkar sannfærandi sigur. Fyrir leik mátti búast við ójöfnum leik þegar Hamar fékk Tindastól í heimsókn í Frystikistuna, heimavöll Hamars í Hveragerði. Hamar hafði ekki átt góðu gengi að fagna fyrir leik, en liðið hafði tapað öllum leikjum tímabilsins á meðan ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls hafa verið í smá brasi með sitt lið, en á pappír með mun meiri gæði Hamar í sínum leik. Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 9-0 eftir þrjár mínútur. Fyrsta karfa leiksins hjá Tindastóli kom ekki fyrr en eftir fjórar mínútur. Hamarsmenn héldu áfram að berjast vel og spila góðann leik á meðan Tindastóll voru ekki mættir til leiks. Í lok fyrsta leikhluta vöknuðu Tindastólsmenn til lífsins og náðu að jafna leikinn áður en fyrsta leikhluta lauk, 18-18. Tindastóll komu betur út úr leikhléinu og náðu fimm stiga forystu á fyrstu mínútum leikhlutans. Þá héldu allir að þeir væru að fara sigla fram úr Hamri með alla sína gæða leikmenn. Hamarsmenn voru hins vegar ekki á sama máli og náðu Tindastól aftur og var leikurinn í járnum í öðrum leikhluta þangað til að Davis Geks tók til sinna ráða og setti niður góðar körfur í lok leikhlutans. Tindastóll leiddi leikinn í hálfleik með sjö stigum, 36-43. Í þriðja leikhluta héldu leikmenn Tindastóls áfram að hamra járnið og sýndu gæði í leik sínum. Hamar neituðu hins vegar að gefast upp og hleyptu Tindastól ekki of langt frá sér. Það var mikið stigaskor hjá báðum liðum í þriðja leikhluta. Hamar skoraði 30 stig og Tindastóll 35 stig. Í fjórða leikhluta fór Tindastóll loks að skilja sig almennilega frá Hamri og gengu frá leiknum fljótlega í síðasta fjórðung. Gæði Tindastólsmanna voru einfaldlega of mikil gegn baráttuglöðum Hamarsmönnum. Tindastóll enduðu svo á því að vinna leikinn með 27 stigum, 81-106. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll er einfaldlega betra lið en Hamar. Tindastóll eru með gæða leikmenn í hverri stöðu og góða menn sem koma af bekknum á meðan Hamar hefur lítið af leikmönnum til skiptanna. Hverjir stóðu upp úr? Þórir Þorbjarnarson var besti leikmaður vallarins í dag. Hann átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks eins og flestir leikmenn Tindastóls, en þegar hann komst í gírinn var hann frábær. Þórir skoraði 28 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Í liði Hamars voru það Franck Kamgain og Björn Ásgeir Ásgeirsson sem stóðu upp úr. Hvað gekk illa? Tindastól gekk virkilega illa í upphafi leiks að ráða við virkilega baráttuglaða Hamarsmenn. Í seinni hálfleik snerist blaðið svo við og réðu Hvergerðingar illa við gæða sóknarleik hjá Tindastól. Hvað gerist næst? Nú er komið kærkomið jólafrí hjá báðum liðum í Subway deildinni. Nú geta Tindastólsmenn endurheimt leikmenn sem hafa verið í meiðslum og Hamarsmenn fengið smá pásu til að endurstilla sig eftir erfiðan vetur. Núna eru allir vonandi hættir að vera meiddir Pavel á hliðarlínunni.Vísir/Davíð Már Það var þungi fargi létt af Pavel eftir sigurinn „ Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, yfir höfuð erum, við erum ekki að festa okkur í einstaka sigrum eða töpum. Við erum að hugsa um stóru myndina.“ Vandræði hafa verið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og telur Pavel vera kærkomið að komast í smá jólafrí. „Núna eru allir vonandi hættir að vera meiddir, veikir og pappírar og eitthvað. Við getum vonandi núna horft fram á veginn með smá ró, það er það sem við keyptum okkur í kvöld.“ Í upphafi leiks virtist eins og leikmenn Tindastóls væru ekki alveg tilbúnir í slag í kvöld. Pavel vildi ekki kenna slæmu hugarfari um það „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið vandamál, við vorum að spila við lið sem er búið að tapa öllum leikjum sínum í deildinni í ár og mér fannst við ætla að troða boltanum í hverri einustu sókn. Um leið og við minnkuðum aðeins þær væntingar og slepptum af okkur beislinu og þá fundum við taktinn“ Má ekki búast við sterku liði hjá Tindastól eftir áramót? „Jú, þetta er búið að vera skrítið tímabil fyrir okkur. Við höfum ekki alveg fengið tækifæri að slípa okkur saman, hvað sem það þíðir, en nú hefst sú vinna.“ Nú styttist í jólin, hvað verður á boðstólum hjá Pavel um jólin? „Ég set það í hendurnar á þeim sem því stjórna, ég er enþá ungur maður sem hefur ekki stjórnina enþá, en ég mun klína inn humri á einn eða annan hátt og 100 prósent Kjörís í eftirrétt.“ Vorum bara of þreyttir til að ná að klára þetta Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars.Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir stórt tap í lokin var Halldór Karl Þórsson, þjálfari, sáttur við sína menn í fyrri hálfleik. „Við vorum að ná að framkvæma það sem við ætluðum að gera, eða svona 95% í fyrri hálfleiknum en svo í lok þriðja og byrjun fjórða þá fundu þeir betri lausnir á þessu.“ Það var erfitt fyrir fáliðaða Hamarsmenn að halda þetta út. „Við vorum bara of þreyttir til að ná að klára þetta, bara eins og það er búið að vera smá undanfarið.“ Hamar er núna komið í kærkomið jólafrí. „Aðallega til að hvíla leikmenn, sérstaklega Ragga og fleiri sem eru búnir að vera glíma við meiðsli, við erum að þjarkast á þeim of mikið. Það verður fínt fyrir okkur að kúppla okkur aðeins út og komast ferskir inn aftur eftir jól.“ Hamar eru fáliðaðir þessa stundina og veit Halldór ekki hvernig þetta mun líta út eftir jól „ Nú kannski bara hringi ég norður á Akureyri á morgun í stjórnarmenn og athugum hvað við getum gert og við getum ekki verið að hlaupa bara með fimm leikmenn eftir áramót.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti