Hópur bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi mótmæla vindmyllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2023 21:03 Gunnar Örn að ræða við starfsmenn wpd á Íslandi, sem voru með kynningu á verkefninu fyrir íbúa í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel. Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira