Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_01 (2)

Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í nótt og morgun. Verkfallsaðgerðir höfðu áhrif á þúsundir farþega og Keflavíkurflugvöllur var meira og minna mannlaus í morgun. Nokkrir farþegar hafa þurft að greiða mikinn aukakostnað vegna verkfallsins.

Rætt verður við farþega á Keflavíkurflugvelli í kvöldfréttum Stöðvar 2 og formenn samninganefnda, sem slitu fundi á sjötta tímanum.

Þá verður rætt við hjúkrunarfræðing, sem segir ákvörðun Landlæknis um að svipta lækni starfsleyfi að hluta muni hafa hræðilegar afleiðingar fyrir hóp fíkla og samfélagið í heild. Það væri glapræði að grípa ekki inn í.

Illa hefur gengið um nokkurt skeið að halda tröllvaxinni klukku við Austurvöll gangandi. Viðgerðir hér heima hafa ekki borið árangur og hún hefur því verið send í viðgerð til útlanda. Rekstrarstjóri hótels sem klukkan prýðir segir skipta miklu máli að fá hana í lag.

Og við kíkjum á undirbúning jólabingó- og karíókíkvölds á KEX-hostel, þetta og margt fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×