Glódís Perla lék allan leikinn að venju í miðverði Bayern. Það stefndi í gott kvöld hjá heimaliðinu en Lea Schüller kom Bayern yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik. Linda Dallmann með stoðsendinguna.
Blink and you'll miss it!
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 14, 2023
Lea Schüller gives Bayern Munich the lead inside 90 seconds
https://t.co/W2FHFdANU5
https://t.co/pIWyJDhCfj
https://t.co/AORSWbKDZv#UWCLonDAZN pic.twitter.com/W8HDDrXpU2
Chasity Grant jafnaði hins vegar fyrir gestina áður en fyrri hálfleik var lokið og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Chasity Grant brings Ajax level with a sweet turn and finish
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 14, 2023
https://t.co/W2FHFdANU5
https://t.co/pIWyJDhCfj
https://t.co/AORSWbKDZv#UWCLonDAZN pic.twitter.com/it7Zxj6mIM
Staðan í C-riðli er þannig að Bayern er á toppnum með 5 stig, Roma er með fjögur og mætir París Saint-Germain síðar í kvöld en Frakkarnir eru án stiga. Ajax er í 3. sæti með 4 stig líkt og Roma.
Í D-riðli vann París FC 2-1 heimasigur á Real Madríd. París er þar með komið á blað í riðlinum með þrjú stig en Real er á botninum með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Síðar í kvöld mætast BK Häcken og Chelsea en fyrrnefnda liðið trónir á toppi riðilsins með 6 stig og Chelsea þar á eftir með fjögur.