Fótbolti

Le­verku­sen á­fram með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Leverkusen geta leyft sér að brosa.
Leikmenn Leverkusen geta leyft sér að brosa. EPA-EFE/Christopher Neundorf

Ótrúlegt gengi Bayer Leverkusen heldur áfram en liðið vann 3-0 sigur á Molde í Evrópudeildinni og flýgur áfram með fullt hús stiga. Þá hefur liðið ekki enn tapað leik heima fyrir.

Þrátt fyrir að vera búið að tryggja sér sigur í riðlinum þá var ekki að sjá að leikmenn Leverkusen hafi slakað á þegar Molde kom í heimsókn í kvöld. Heimamenn skoruðu þrisvar á fyrstu 25 mínútum leiksins.

Patrik Schick braut ísinn, Edmond Tapsoba tvöfaldaði forystuna og þá varð leikmaður Molde fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Í síðari hálfleik bættu Adam Hložek og ungstirnið Noah Mbamba við mörkum áður en gestirnir minnkuðu muninn.

Lokatölur 5-1 og Leverkusen endar H-riðil með fullt hús stiga, 18 stig eftir 6 leiki. Qarabağ frá Aserbaísjan endar í 2. sæti en liðið vann 2-1 sigur á Häcken í kvöld. Molde fer í Sambandsdeild Evrópu á meðan Häcken lýkur leik án stiga.

Í G-riðli tókst Slavia Prag að vinna riðilinn þökk sé 4-0 sigri á Servette en Rómverjar unnu Sheriff Tiraspol 3-0 og enda í 2. sæti. Servette fer í Sambandsdeildina.

Önnur úrslit í Evrópudeildinni

  • Panathinaikos 1-2 Maccabi Haifa
  • Rennes 2-3 Villareal

Sambandsdeild Evrópu

  • Aberdeen 2-0 Eintracht Frankfurt
  • Fenerbahçe 4-0 Trnava
  • Ferencváros 1-1 Fiorentina
  • Genk 2-0 Čukarički
  • Legia Varsjá 2-0 AZ Alkmaar
  • Ludogorets 1-0 Nordsjælland
  • PAOK 4-2 HJK
  • HŠK Zrinjski 1-1 Aston Villa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×