Ingibjörg hissa á að fá ekki tilboð og stefnir á sterkari deild Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2023 10:35 Ingibjörg Sigurðardóttir er einn af bestu varnarmönnum íslenska landsliðsins og var gerð að fyrirliða Vålerenga í sumar. Getty Landsliðskonan öfluga Ingibjörg Sigurðardóttir kveður nú norska knattspyrnufélagið Vålerenga eftir fjögurra ára dvöl. Hún kveðst undrandi á því að félagið skyldi ekki bjóða henni nýjan samning. Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan. Norski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan.
Norski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti