Moyer lék sinn síðasta leik fyrir Njarðvík þegar liðið beið lægri hlut fyrir Val í gær, 91-87. Moyer lék í átján mínútur, skoraði átta stig og tók tvö fráköst.
Í frétt á heimasíðu Njarðvíkur í dag kemur fram að samningi Moyers hafi verið sagt upp. Honum er þakkað fyrir sitt framlag og óskað góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur næst.
Moyer lék tíu deildarleiki fyrir Njarðvík. Í þeim skoraði hann 8,9 stig, tók 1,6 fráköst og gaf 1,6 stoðsendingar. Hann var með 37,5 prósenta þriggja stiga nýtingu.
Njarðvík, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 2. sæti Subway deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni föstudaginn 5. janúar.