Arsenal kreistu fram sigur í seinni hálf­leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Kai Havertz fagnar marki sínu sem gerði út um leikinn
Kai Havertz fagnar marki sínu sem gerði út um leikinn Vísir/Getty

Arsenal komst aftur á beinu brautina í dag þegar liðið tók á móti Brighton en mörkin létu þó standa á sér.

Markalaust var í hálfleik þar sem heimamönnum gekk ekki vel að skapa sér afgerandi færi en gestunum tókst hreinlega ekki að skapa sér eitt einasta færi. Núll skot á markið frá Brighton í hálfleik meðan Arsenal átti 15 svo að það var í raun bara tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta.

Það gerðist fljótlega eftir hálfleik þegar Gabriel Jesus kom boltanum í netið. Áfram hélt markaþurrðin þrátt fyrir að Arsenal héldi áfram að sækja mun meira en gestirnir, sem náðu alls að koma einu skoti á rammann í leiknum.

Kai Havertz gerði loks út um leikinn á 87. mínútu og Arsenal áfram í 1. sæti deildarinnar, í það minnsta fram eftir degi en Liverpool geta tekið toppsætið og farið stigi fram úr Arsenal ef þeim tekst að leggja Manchester United að velli á eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira