Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna, talsvert beri í milli. Hún hafi því ákveðið að fresta fundi um óákveðinn tíma. Félagsdómur sýknaði í dag flugumferðarstjóra af kröfum SA um að næsta vinnustöðvun félagsins væri ólögmæt.

Ákveðið hefur verið að opna Bláa lónið á ný um helgina eftir rúmlega fimm vikna lokun. Rýming var æfð á svæðinu í dag en til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði.

Komið er í ljós að brot úr höfuðkúpu sem fannst í Ráðherrabústaðnum í haust tilheyrði danskri konu sem var uppi á átjándu öld. Við fjöllum um málið.

Við verðum í beinni útsendingu frá húsakynnum Póstsins en starfsmenn vinna í óðaönn að því að koma pökkum á rétta staði og hittum við foreldra stráks sem lést aðeins sextán ára gamall, en þeir ætla að gefa jólagjafir til Mæðrastyrksnefnd og annarra góðgerðafélaga í minningu sonar sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×