Grindavíkurkonur Kanalausar eftir áramót Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 16:34 Danielle Rodriguez í leik gegn Stjörnunni í vetur Vísir/Vilhelm Grindvíkingar geta mögulega gert breytingar á leikmannahópi sínum í Subway-deild kvenna en hin bandaríska Danielle Rodriguez er meðal þeirra 20 einstaklinga sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira