Innlent

Hand­tekinn vegna dvalar án dvalar­leyfis

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eitthvað var um verkefni hjá lögreglunni í dag. 
Eitthvað var um verkefni hjá lögreglunni í dag.  Vísir/Vilhelm

Erlendur aðili var handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis í Breiðholti í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Eitthvað var um verkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag ef marka má fréttaskeyti hennar frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis. Auk handtökunnar var tilkynnt um betlara við verslun, óvelkominn aðila í heimahúsi og heimilisofbeldi í Breiðholti.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í hverfi 108 og aðila í annarlegu ástandi í hverfi 101. Þá var tilkynnt um umferðaróhöpp í Garðabæ og Hafnarfirði. Ekki urðu verulegir áverkar á fólki. Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×