Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá tilkynningu um líkamsárás í miðborginni og slys þar sem kona hafði fallið niður nokkrar tröppur.
Vildi ekkert kannast við ógnandi hegðun
Þá segir frá tilkynningu um ógnandi mann á hóteli í Kópavogi. Lögregla hafi farið á vettvang og rætt við manninn, sem hafi ekkert viljað kannast við meinta ógnandi hegðun. Hann hafi þó lofað lögregluþjónum að vera rólegur.