Fótbolti

14 spjöld á loft í leik Brentford og Aston Villa

Siggeir Ævarsson skrifar
Ben Mee fær að líta rauða spjaldið
Ben Mee fær að líta rauða spjaldið Vísir/Getty

Aston Villa héldu titilvonum sínum á lífi í dag með sannkölluðum baráttusigri á Brentford en alls fóru 14 spjöld á loft í leiknum, þar af tvö rauð.

Ben Mee, leikmaður Brentford, fékk að líta beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á 71. mínútu þegar staðan var 1-0, heimamönnum í vil.

Gestirnir jöfnuðu leikinn fljótlega í kjölfarið með marki frá Alex Moreno en lokamínútur leiksins urðu ansi kaótískar, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Á 85. mínútu kom markahrókurinn Ollie Watksins Villa yfir og í kjölfarið þurfti dómarinn að rífa upp gula spjaldið nánast á mínútu fresti.

Á 7. mínútu uppbótartíma hrinti Emiliano Martínez, markvörður Villa, Neal Maupay og upphófst þá mikil sena rifrildis og átaka sem endaði með því að Boubacar Kamara fékk rauða spjaldið.

Ekki litu fleiri mörk dagsins ljós og Aston Villa halda áfram þátttöku sinni í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×