Víðir búinn að gefa út sína fimmtugustu íþróttabók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 20:00 Víðir Sigurðsson hefur skrifað fimmtíu bækur um íþróttir eða meira en nokkur annar Íslendingur. S2 Sport Íslensk knattspyrna 2023 er komin út en þetta er 43. bókin í þessum bókaflokki sem hefur verið gefin út frá árinu 1981. Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016. Fótbolti Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016.
Fótbolti Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira