Nokkur viðbúnaður var á vettvangi en í Bæjarhrauni er starfrækt búsetuúrræði á vegum ríkisslögreglustjóra.
Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að mat lögreglu hafi verið þannig að mikil hætta væri á því að konan myndi skaða sjálfa sig og því hafi verið tekin ákvörðun um að yfirbuga hana.
Konan var í framhaldi flutt til aðhlynningar á slysadeild en í tilkynningu segir að ekki sé unnt að greina nánar frá málavöxtum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan borin út úr húsnæðinu á börum en ekki er vitað um líðan hennar.