Innlent

Loka Reykja­nes­brautinni og fólk beðið um að rýma

Atli Ísleifsson skrifar
Himinn er rauður vegna gossins og sést víða að.
Himinn er rauður vegna gossins og sést víða að.

Reykjanesbrautinni hefur verið lokað vegna eldgossins semhófst norðan Grindavíkur í kvöld. Lögregla hefur beðið fólk um að rýma Reykjanesbrautina strax.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Fréttamaður og tökumaður fréttastofu segja að mikill fjöldi bíla sé nú á Reykjanesbrautinni.

Eldgos hófst norðan við Grindavík á ellefta tímanum í kvöld en samkvæmt upplýsingum virðist það vera staðsett nærri Hagafelli.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins. 

Uppfært: 

Reykjanesbrautin er opin.


Tengdar fréttir

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×