Innlent

Gos­sprungan gæti stækkað á­fram í átt til Grinda­víkur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hraunrennslið er í norðurátt sem stendur.
Hraunrennslið er í norðurátt sem stendur. skjáskot

Sérfræðingar Veðurstofunnar sjá á skjálftamælum sínum og GPS mælingum a sprunga hins nýja goss á Reykjanesskaga gæti stækkað til suðurs og í átt til Grindavíkur.

Að sögn Minneyjar Sigurðardóttur, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er sprungan nú orðin meira en fjórir kílómetrar að lengd. Það sé möguleiki að hún færist suður.

„Það er þá í átt að Grindavík og í átt að sjónum,“ segir Minney sem tekur fram að stöðugt sé verið að endurmeta stöðuna. Reiknilíkön uppfærist reglulega. 

Ljóst sé að um mjög stóra sprungu að ræða, mun stærri en áður, þó um sé að ræða sömu tegund goss og í síðustu skipti á Reykjanesskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×