Innlent

Nokkrum göngu­mönnum snúið við í morgun

Helena Rós Sturludóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi.
Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Hlynur Stefánsson björgunarsveitarmaður, sem staðið hefur vaktina við eldgosið á Reykjanesskaga, segir vinnu björgunarsveitar hafa gengið vel. Fólk hafi farið að fyrirmælum um að vera ekki á svæðinu.

„Það var nokkrum göngumönnum snúið við í morgun. Þeir gerðu það nú með glöðu geði því þeir voru fljóti að komast að því hversu kalt er á svæðinu. Það er mjög hvasst og kalt,“ segir Hlynur en fréttamaður okkar Berghildur Erla ræddi við hann á Reykjanesskaga í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu.

Hlynur segir erfiðar aðstæður vera á svæðinu og alls ekki ráðlegt fyrir fólk að reyna nálgast gosið fótgangandi. Að sögn Hlyn er vindáttin ágæt og því sé mökkurinn frá gosinu ekki mikið að trufla björgunarsveitarfólk. „Spáin er nokkuð góð fyrir framhaldið til að byrja með allavega hvað varðar mökkinn og hvernig hann berst.“

Þá hafi virkni gossins breyst talsvert og sé nú mest um miðbik sprungunnar. „Það er enn virkni á mjög stóru svæði en hún er orðin þéttari og afmarkaðri,“ segir Hlynur en bendir þó á að enn gjósi á talsvert stóru svæði og virknin sé mikil þrátt fyrir að hún hafi minnkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×