Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Helena Rós Sturludóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 14:23 Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur er á Reykjanesskaganum. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira