Innlent

Fylgjast með hraun­líkönum og hvort nýjar sprungur myndist

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skörp skil eruá milli nýja hraunsins og þess gamla vegna snjókomunnar í nótt og dag.
Skörp skil eruá milli nýja hraunsins og þess gamla vegna snjókomunnar í nótt og dag. Vísir/Björn Steinbekk

Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir jarðvísindamenn nú fylgjast með hraunlíkönum og hvort það séu nýjar sprungur að myndast við kvikuganginn á Reykjanesskaga. 

„Það getur gerst, eins og gerðist í Fagradalsfjalli nokkrum sinnum. Við vitum ekkert hvar það gerist en það getur verið hvar sem er á þessum kvikugangi sem myndaðist undir þessu,“ segir Benedikt. 

Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur.Vísir/Arnar

Kvikugangurinn stoppar um einn og hálfan kílómetra frá Grindavík. 

Hann segist ekki viss hvort gosið sé enn að draga sig saman eða hvort það sé orðið stöðugt. 

„Það er breytileiki í þessu, það eru alls konar breytingar sem er ekki mikið hægt að túlka klukkutíma eftir klukkutíma. Ég held það sé ekkert nýtt að frétta svo sem,“ segir Benedikt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×