Viðar gæti spilað á Íslandi: „Ekki spenntur fyrir að fara í nýtt land“ Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 11:01 Viðar Örn Kjartansson hefur skorað fjögur mörk fyrir íslenska A-landsliðið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnumaðurinn víðförli Viðar Örn Kjartansson, einn allra markahæsti atvinnumaður Íslands frá upphafi, gæti vel hugsað sér að spila á Íslandi næsta sumar. Hann er jafnvel opinn fyrir því að spila með sínu gamla liði Selfoss, í 2. deild. Viðar, sem er 33 ára gamall, er laus og liðugur eftir að hafa fengið samningi við búlgarska félagið CSKA 1948 rift. Hann er vanur að raða inn mörkum hvar sem hann kemur en í Búlgaríu fékk hann lítið að spila. Næsta skref ætlar þessi markahrókur að melta með jólasteikinni. „Ég kom mér nú bara í burtu frá Búlgaríu því ég var ekki að spila og mér fannst það ekkert vera að fara að breytast. Mér fannst það alls ekki meika neitt sens og bað því um að fá að rifta samningnum, sem þeir samþykktu á endanum. Maður er bara að skoða stöðuna bæði erlendis og heima, en það er ekkert komið í ljós hvað er líklegast,“ segir Viðar sem hefur meiri áhuga á að spila áfram erlendis en til þess þarf spennandi tilboð. „Eitthvað sem ég gat lítið gert við“ Viðar státar af því afreki að hafa skorað mörk í alls níu löndum; Íslandi, Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi, Tyrklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hann vill ekki bæta tíunda landinu við heldur helst spila í einhverri af þeim erlendu deildum sem hann hefur þegar spilað í: „Ef eitthvað býðst erlendis þá gerist það voðalega hratt. Ég fékk mikið af tilboðum frá öðrum stöðum í september og október, gluggarnir eru opnir á mismunandi tímum eftir deildum, en það verður að koma í ljós hvað býðst í janúarglugganum. Hann hefur yfirleitt verið frekar „kaldur“ hjá manni. Maður veit ekkert hvað kemur en vonandi eitthvað gott, og svo er maður að skoða Ísland líka. Þetta var ekkert rosalega góð ferð til Búlgaríu en eitthvað sem ég gat lítið gert við. Ég var búinn að leggja helvíti mikið á mig en fékk í staðinn alltaf bara að spila korter eða eitthvað. Ég er því fullur eldmóðs og ætla mér að eiga gott tímabil á næsta ári,“ segir Viðar. Viðar Örn Kjartansson skoðar nú hvaða tilboð bjóðast eftir að hafa rift samningi sínum við CSKA 1948.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Alltaf í sambandi við Selfyssinga En er möguleiki á að hann komi til Íslands, og er í alvöru möguleiki á að hann spili með Selfyssingum sem í haust féllu niður í 2. deild? „Maður lokar ekki á neitt og hvað þá á sína gömlu félaga á Selfossi. Maður hefur alltaf í gegnum tíðina verið í sambandi við þá. Auðvitað er ekki mest spennandi að spila í 2. deild en ég hef svo sem ekki hugsað svo langt enn þá. Ég er opinn fyrir öllu og hlusta á hvað hver hefur að segja Ég er meira opinn fyrir því en síðustu ár að spila á Íslandi, og kannski kemur ekkert spennandi tilboð að utan. En ég tel mig eiga fullt erindi í að vera áfram úti. Á sama tíma skoða ég markaðinn á Íslandi með opnum hug. Það eru bara öll lið inni í myndinni. Ég hef ekki talað sjálfur við neitt lið eins og er, enda er mjög stutt síðan kom í ljós að ég væri búinn að rifta samningi, sem var tveggja ára samningur. Það eru bara gömlu góðu þreifingarnar í gangi,“ segir Viðar og heldur spilunum þétt að sér varðandi framhaldið. Á meðal deilda sem koma vel til greina hjá Viðari er sænska úrvalsdeildin. Þar raðaði hann inn mörkum fyrir Malmö árið 2016 og varð næstmarkahæstur í deildinni þrátt fyrir að vera seldur eftir 20 umferðir af 30.Getty/Lars Dareberg Tekið slæmar ákvarðanir í flýti „Ég er ekki að drífa mig neitt. Maður hefur tekið slæmar ákvarðanir á ferlinum, þar sem maður var að flýta sér of mikið. Ég á mjög mikilvæg ár eftir á ferlinum og það borgar sig að vera hundrað prósent viss um hvað maður vill gera. Ég er nokkuð bjartsýnn á að það bjóðist eitthvað gott. Maður er auðvitað ekkert að yngjast en ég er samt leikmaður sem meiðist bara örsjaldan, og var kominn í toppform í sumar. Ég fann að ég er ekkert verri en ég var fyrir 3-4 árum en maður þarf alltaf traust frá þjálfaranum, mínútur á vellinum, og þannig var það ekki í Búlgaríu. Þá þarf maður bara að finna annað félag. Þetta var ekki vegna þess að ég væri farinn að dala eitthvað sem leikmaður eða slíkt. Ég er bara mjög spenntur að komast aftur af stað. Það er ekkert grín að fara á milli landa og venjast mjög ólíkum strúktúr, öðruvísi menningu, fólki og fótbolta. Ég er því ekkert fáránlega spenntur fyrir að fara í nýtt land, en ég er spenntur fyrir að fara í spennandi verkefni í landi þar sem ég hef áður verið. Þar sem ég þyrfti ekki að aðlagast,“ segir Viðar sem var einmitt á kunnuglegum slóðum í Osló í Noregi þegar hann ræddi við Vísi, í jólagír en spenntur fyrir því að spila fótbolta sem fyrst. „Mig langar alla vega að gera meira en að vera í ræktinni bara núna. Komast í fótbolta. Vonandi kemst mynd á þetta á næstu tveimur vikum og svo get ég tekið góða ákvörðun í byrjun janúar.“ Besta deild karla UMF Selfoss Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Viðar, sem er 33 ára gamall, er laus og liðugur eftir að hafa fengið samningi við búlgarska félagið CSKA 1948 rift. Hann er vanur að raða inn mörkum hvar sem hann kemur en í Búlgaríu fékk hann lítið að spila. Næsta skref ætlar þessi markahrókur að melta með jólasteikinni. „Ég kom mér nú bara í burtu frá Búlgaríu því ég var ekki að spila og mér fannst það ekkert vera að fara að breytast. Mér fannst það alls ekki meika neitt sens og bað því um að fá að rifta samningnum, sem þeir samþykktu á endanum. Maður er bara að skoða stöðuna bæði erlendis og heima, en það er ekkert komið í ljós hvað er líklegast,“ segir Viðar sem hefur meiri áhuga á að spila áfram erlendis en til þess þarf spennandi tilboð. „Eitthvað sem ég gat lítið gert við“ Viðar státar af því afreki að hafa skorað mörk í alls níu löndum; Íslandi, Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi, Tyrklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hann vill ekki bæta tíunda landinu við heldur helst spila í einhverri af þeim erlendu deildum sem hann hefur þegar spilað í: „Ef eitthvað býðst erlendis þá gerist það voðalega hratt. Ég fékk mikið af tilboðum frá öðrum stöðum í september og október, gluggarnir eru opnir á mismunandi tímum eftir deildum, en það verður að koma í ljós hvað býðst í janúarglugganum. Hann hefur yfirleitt verið frekar „kaldur“ hjá manni. Maður veit ekkert hvað kemur en vonandi eitthvað gott, og svo er maður að skoða Ísland líka. Þetta var ekkert rosalega góð ferð til Búlgaríu en eitthvað sem ég gat lítið gert við. Ég var búinn að leggja helvíti mikið á mig en fékk í staðinn alltaf bara að spila korter eða eitthvað. Ég er því fullur eldmóðs og ætla mér að eiga gott tímabil á næsta ári,“ segir Viðar. Viðar Örn Kjartansson skoðar nú hvaða tilboð bjóðast eftir að hafa rift samningi sínum við CSKA 1948.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Alltaf í sambandi við Selfyssinga En er möguleiki á að hann komi til Íslands, og er í alvöru möguleiki á að hann spili með Selfyssingum sem í haust féllu niður í 2. deild? „Maður lokar ekki á neitt og hvað þá á sína gömlu félaga á Selfossi. Maður hefur alltaf í gegnum tíðina verið í sambandi við þá. Auðvitað er ekki mest spennandi að spila í 2. deild en ég hef svo sem ekki hugsað svo langt enn þá. Ég er opinn fyrir öllu og hlusta á hvað hver hefur að segja Ég er meira opinn fyrir því en síðustu ár að spila á Íslandi, og kannski kemur ekkert spennandi tilboð að utan. En ég tel mig eiga fullt erindi í að vera áfram úti. Á sama tíma skoða ég markaðinn á Íslandi með opnum hug. Það eru bara öll lið inni í myndinni. Ég hef ekki talað sjálfur við neitt lið eins og er, enda er mjög stutt síðan kom í ljós að ég væri búinn að rifta samningi, sem var tveggja ára samningur. Það eru bara gömlu góðu þreifingarnar í gangi,“ segir Viðar og heldur spilunum þétt að sér varðandi framhaldið. Á meðal deilda sem koma vel til greina hjá Viðari er sænska úrvalsdeildin. Þar raðaði hann inn mörkum fyrir Malmö árið 2016 og varð næstmarkahæstur í deildinni þrátt fyrir að vera seldur eftir 20 umferðir af 30.Getty/Lars Dareberg Tekið slæmar ákvarðanir í flýti „Ég er ekki að drífa mig neitt. Maður hefur tekið slæmar ákvarðanir á ferlinum, þar sem maður var að flýta sér of mikið. Ég á mjög mikilvæg ár eftir á ferlinum og það borgar sig að vera hundrað prósent viss um hvað maður vill gera. Ég er nokkuð bjartsýnn á að það bjóðist eitthvað gott. Maður er auðvitað ekkert að yngjast en ég er samt leikmaður sem meiðist bara örsjaldan, og var kominn í toppform í sumar. Ég fann að ég er ekkert verri en ég var fyrir 3-4 árum en maður þarf alltaf traust frá þjálfaranum, mínútur á vellinum, og þannig var það ekki í Búlgaríu. Þá þarf maður bara að finna annað félag. Þetta var ekki vegna þess að ég væri farinn að dala eitthvað sem leikmaður eða slíkt. Ég er bara mjög spenntur að komast aftur af stað. Það er ekkert grín að fara á milli landa og venjast mjög ólíkum strúktúr, öðruvísi menningu, fólki og fótbolta. Ég er því ekkert fáránlega spenntur fyrir að fara í nýtt land, en ég er spenntur fyrir að fara í spennandi verkefni í landi þar sem ég hef áður verið. Þar sem ég þyrfti ekki að aðlagast,“ segir Viðar sem var einmitt á kunnuglegum slóðum í Osló í Noregi þegar hann ræddi við Vísi, í jólagír en spenntur fyrir því að spila fótbolta sem fyrst. „Mig langar alla vega að gera meira en að vera í ræktinni bara núna. Komast í fótbolta. Vonandi kemst mynd á þetta á næstu tveimur vikum og svo get ég tekið góða ákvörðun í byrjun janúar.“
Besta deild karla UMF Selfoss Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira