Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2023 12:35 Bjarni hefur ekki verið lengi í stöðu utanríkisráðherra en hann hefur hins vegar fylgt fordæmi Davíðs og er byrjaður að salla vinum og samherjum í sendiherrastöður. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. Fréttir Vísis af því að Bjarni hafi lagt það til að Svanhildur Hólm Valsdóttir verði skipuð sem sendiherra í Washington og að Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, verði einnig sendiherra, í Róm, vekja hroll hjá mörgum manninum. „Skipan utanríkisráðherra í sendiherrastöður í Washington og Róm er birtingarmynd spillingar sem er viðurkennd innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég gagnrýni ekki fólkið sem skipað er í stöðurnar. Ég gagnrýni utanríkisráðherra fyrir ósvífnina og ríkisstjórnina fyrir að láta slíkt viðgangast,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Bæði Svanhildur og Guðmundur hafa verið afar handgengin Bjarna lengi. Svanhildur var aðstoðarmaður Bjarna á árunum 2013 til 2020 og þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra árið 2009 sama ár og Bjarni varð formaður flokksins. Guðmundur hefur verið ráðuneytisstjóri Bjarna í fjármálaráðuneytinu en Bjarni hefur verið nær óslitið fjármálaráðherra frá árinu 2013 þar til hann sagði af sér embætti í október vegna Íslandsbankasölunnar og hafði stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Þolinmæðin gagnvart samtryggingarspillingunni þraut með Klausturrausi Ljóst er að Bjarni er þarna að endurvekja vinnubrögð sem lengi þóttu óhjákvæmilegur fylgifiskur reksturs stjórnmálaflokkanna og hefur verið kölluð grímulaus spilling, klíka og vinavæðing. Tilgangurinn er í raun tvíþættur; annars vegar að þétta raðirnar: Skilaboðin almennt eru þau að það borgi sig að vera hollur flokkunum því þá fáir þú (hugsanlega) bita og svo eru þetta verðlaun fyrir hollustu við flokk og foringja. Segja má að þolinmæðin fyrir þessu verklagi hafi endanlega þrotið með Klaustursrausinu 20. nóvember 2018, þegar Gunnar Bragi Sveinsson talaði fjálglega um flokkspólitísk hrossakaup varðandi sendiherrastöður. Sjálfur skipaði Gunnar Bragi Geir H. Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra sem var fundinn sekur í Landsdómsmálinu svokallaða, sendiherra í Washington. Til að grugga vatnið skipaði hann um leið Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann VG, sendiherra. Þetta svínvirkaði, að mati Gunnars Braga sem taldi sig eiga hönk upp í bakið á Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra; sem ætti þá að skipa sig í stöðu sendiherra. Guðlaugur og Bjarni þurftu að bera það til baka, að þeir skulduðu Gunnari Braga ekki neitt, sem veittist þeim ekki erfitt í kjölfar þess sem gekk á vegna Klausturmála. Gunnar Bragi, sem sagðist hafa farið í „black-out“ og logið til um þetta allt. Össur og Guðlaugur Þór reyndu að skakka leikinn Sendiherratign er feitasti bitinn sem þetta samtryggingarkerfi grundvallast á. Pólitískar skipanir inn í embættismannakerfið hafa tíðkast frá öndverðu. Þegar Davíð Oddsson hafði stólaskipti við Halldór Ásgrímsson, fór úr forsætisráðuneytinu og yfir í utanríkisráðuneytið 2004 til 2005, tók hann til óspilltra málanna og skipaði sendiherra vinstri hægri. Utanríkisþjónustunni reyndar til mikillar hrellingar. Fjórtán sendiherrar höfðu verið skipaðir það sem af var því kjörtímabilinu, þar af níu skipaðir á rúmlega árs ráðherratíð Davíðs. Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra 2009–2013. Þá átti að vera pólitískt siðbót eftir hrun og pólitískt skipaðir sendiherrar voru ekki á dagskrá. Össur skipaði sendiherra en þeir voru allir úr utanríkisþjónustunni. Guðlaugur Þór Þórðarson boðaði einnig nýja stefnu þegar hann tók við sem utanríkisráðherra en hann var utanríkisráðherra á árunum 2017 til 2021. Hann sagði í viðtali á Harmageddon þetta fyrirkomulag úr sér gengið. Í praksís væri þetta svo að ef þú skipar sendiherra þá sé hann skipaður til æviloka. Hann vildi auglýsa stöður og sagði sitt „markmið er bara eitt að sjá til þess að utanríkisþjónustan sé eins vel í stakk búin og hægt er til að gæta hagsmuna Íslands.“ Hann taldi ýmislegt mæla með því, til dæmis stöðu ríkissjóðs, að auglýsa stöður þegar svo ber undir og setja þak á fjölda sendiherra og helst að það fólk kæmi úr utanríkisþjónustunni. Grímulaus vinavæðing og firring En nú hefur Bjarni tekið upp nýja stefnu í þessum málaflokki, gömlu góðu stefnuna. Og ýmsum er ofboðið. Hér verða nefnd fáein dæmi en þau eru miklu fleiri. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði rifjar upp stefnu Guðlaugs Þórs í viðhorfspistli sem birtist á Vísi nú í morgun. En nú er horfið frá því: „Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn.“ Jóni Inga er ofboðið, hann talar um grímulausa vinavæðingu og firringu þegar ráðherra hagir sér með þessum hætti, þó þetta hafi verið býsna algengt í gegnum tíðina. „Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar.“ Grefur undan tiltrú á utanríkisþjónustunni Annar sem leggur orð í belg er stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson sem segir tilnefningar Bjarna hafa komið verulega á óvart. Hann segir þær ekki endilega minna á löngu horfna spillingu heldur væri um nýja stefnu að ræða sem kenna megi við óskammfeilni. „Kandídatarnir hafa ekki að mínu mati þá reynslu og þekkingu sem þarf til að verða sendiherra (alþjóðasamskipti eru orðin háskólafag), þeirra reynsla liggur á öðru sviði og getur út af fyrir sig verið mikilvæg - en stjórnmálamenn hafa hins vegar stundum unnið í alþjóðamálum. Verðleikar kandídatanna virðast einkum felast í hlýðni og trúnaði við Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu og trúnaði við Flokkinn og afgerandi hægri stefnu.“ Haukur segir að reikna megi með því að þetta skapi vantraust og erfiðleika í utanríkisráðuneytinu og að starfsfólk þess þyki freklega gengið á sinn hlut. „Það ætlast til þess að verðleikar og framgangur í starfi fari saman. Vera má að nýja utanríkisráðherranum þyki húsbóndahollusta ekki mikil á nýja vinnustaðnum og hann vilji koma þeim skilaboðum áfram að þar sem hann fari – þar borgi hlýðni og trúnaður við hann sig. Því verðlauni hann sín fyrri hjú.“ Við borgum brúsann af að koma vinum Bjarna fyrir Illugi Jökulsson rithöfundur skrifar grein sem hann birti á Heimildinni í gær og hann er á svipuðu róli. Hann gagnrýnir harðlega það sem hann kallar „Frændhyggli, klíkuráðningar og vinavæðing Bjarna Ben – takk VG!“ Illugi telur þetta hraksmánarleg vinnubrögð: „Ríkið, það er að segja við, borgum brúsann af að koma vinum Bjarna í enn betri og þægilegri djobb.“ Illugi rekur sendiherrasöguna líkt og gert er hér ofar, „sendiherraembættin voru bitlingar og sárabætur fyrir afdankaða stjórnmálamenn og aðra gæðinga flokkanna og þótt sumir þeirra sendiherra, sem þannig var troðið í embætti, hafi alveg staðið sig í stykkinu, þá var áreiðanlega sárt fyrir atvinnudiplómata sem höfðu þá réttu menntun, reynslu og þekkingu til að vera fulltrúar okkar á erlendri grund að horfa upp á ýmsa þá fugla sem skreyttu sig fyrirvaralaust sendiherranafnbót, góðum launum, fríðindum og fínum eftirlaunum og höfðu ekki annað til þess unnið en hollustu við flokk og klíku.“ Illugi tekur það skýrt fram að hann efist ekki um að Svanhildur Hólm valdi djobbinu. „Þetta er samt ekki fagleg ráðning, heldur framhald þeirrar frændhygli, klíkuráðninga og vinavæðingar sem alltaf, allsstaðar og undir öllum kringum kringumstæðum fylgir Sjálfstæðisflokknum — nú síðustu sjö árin í boði VG.“ Illugi klykkir út með: „Takk Katrín. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður er meðal þeirra sem tjá sig um málið. „Þá er augljóst að Bjarni er að hætta í pólitík. Hann er að gera upp við það fólk sem studdi hann gengum alla skandalana sem hann hefur óð út í. Bjarni borgar auðvitað ekki kostnaðinn við þessar gjafir, við verðum áratugi að borga laun þessa fólks, meðan það flakkar á milli sendiráða,“ segir Gunnar Smári á sinni Facebook-síðu. Utanríkismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Fréttir Vísis af því að Bjarni hafi lagt það til að Svanhildur Hólm Valsdóttir verði skipuð sem sendiherra í Washington og að Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, verði einnig sendiherra, í Róm, vekja hroll hjá mörgum manninum. „Skipan utanríkisráðherra í sendiherrastöður í Washington og Róm er birtingarmynd spillingar sem er viðurkennd innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég gagnrýni ekki fólkið sem skipað er í stöðurnar. Ég gagnrýni utanríkisráðherra fyrir ósvífnina og ríkisstjórnina fyrir að láta slíkt viðgangast,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Bæði Svanhildur og Guðmundur hafa verið afar handgengin Bjarna lengi. Svanhildur var aðstoðarmaður Bjarna á árunum 2013 til 2020 og þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra árið 2009 sama ár og Bjarni varð formaður flokksins. Guðmundur hefur verið ráðuneytisstjóri Bjarna í fjármálaráðuneytinu en Bjarni hefur verið nær óslitið fjármálaráðherra frá árinu 2013 þar til hann sagði af sér embætti í október vegna Íslandsbankasölunnar og hafði stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Þolinmæðin gagnvart samtryggingarspillingunni þraut með Klausturrausi Ljóst er að Bjarni er þarna að endurvekja vinnubrögð sem lengi þóttu óhjákvæmilegur fylgifiskur reksturs stjórnmálaflokkanna og hefur verið kölluð grímulaus spilling, klíka og vinavæðing. Tilgangurinn er í raun tvíþættur; annars vegar að þétta raðirnar: Skilaboðin almennt eru þau að það borgi sig að vera hollur flokkunum því þá fáir þú (hugsanlega) bita og svo eru þetta verðlaun fyrir hollustu við flokk og foringja. Segja má að þolinmæðin fyrir þessu verklagi hafi endanlega þrotið með Klaustursrausinu 20. nóvember 2018, þegar Gunnar Bragi Sveinsson talaði fjálglega um flokkspólitísk hrossakaup varðandi sendiherrastöður. Sjálfur skipaði Gunnar Bragi Geir H. Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra sem var fundinn sekur í Landsdómsmálinu svokallaða, sendiherra í Washington. Til að grugga vatnið skipaði hann um leið Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann VG, sendiherra. Þetta svínvirkaði, að mati Gunnars Braga sem taldi sig eiga hönk upp í bakið á Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra; sem ætti þá að skipa sig í stöðu sendiherra. Guðlaugur og Bjarni þurftu að bera það til baka, að þeir skulduðu Gunnari Braga ekki neitt, sem veittist þeim ekki erfitt í kjölfar þess sem gekk á vegna Klausturmála. Gunnar Bragi, sem sagðist hafa farið í „black-out“ og logið til um þetta allt. Össur og Guðlaugur Þór reyndu að skakka leikinn Sendiherratign er feitasti bitinn sem þetta samtryggingarkerfi grundvallast á. Pólitískar skipanir inn í embættismannakerfið hafa tíðkast frá öndverðu. Þegar Davíð Oddsson hafði stólaskipti við Halldór Ásgrímsson, fór úr forsætisráðuneytinu og yfir í utanríkisráðuneytið 2004 til 2005, tók hann til óspilltra málanna og skipaði sendiherra vinstri hægri. Utanríkisþjónustunni reyndar til mikillar hrellingar. Fjórtán sendiherrar höfðu verið skipaðir það sem af var því kjörtímabilinu, þar af níu skipaðir á rúmlega árs ráðherratíð Davíðs. Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra 2009–2013. Þá átti að vera pólitískt siðbót eftir hrun og pólitískt skipaðir sendiherrar voru ekki á dagskrá. Össur skipaði sendiherra en þeir voru allir úr utanríkisþjónustunni. Guðlaugur Þór Þórðarson boðaði einnig nýja stefnu þegar hann tók við sem utanríkisráðherra en hann var utanríkisráðherra á árunum 2017 til 2021. Hann sagði í viðtali á Harmageddon þetta fyrirkomulag úr sér gengið. Í praksís væri þetta svo að ef þú skipar sendiherra þá sé hann skipaður til æviloka. Hann vildi auglýsa stöður og sagði sitt „markmið er bara eitt að sjá til þess að utanríkisþjónustan sé eins vel í stakk búin og hægt er til að gæta hagsmuna Íslands.“ Hann taldi ýmislegt mæla með því, til dæmis stöðu ríkissjóðs, að auglýsa stöður þegar svo ber undir og setja þak á fjölda sendiherra og helst að það fólk kæmi úr utanríkisþjónustunni. Grímulaus vinavæðing og firring En nú hefur Bjarni tekið upp nýja stefnu í þessum málaflokki, gömlu góðu stefnuna. Og ýmsum er ofboðið. Hér verða nefnd fáein dæmi en þau eru miklu fleiri. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði rifjar upp stefnu Guðlaugs Þórs í viðhorfspistli sem birtist á Vísi nú í morgun. En nú er horfið frá því: „Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn.“ Jóni Inga er ofboðið, hann talar um grímulausa vinavæðingu og firringu þegar ráðherra hagir sér með þessum hætti, þó þetta hafi verið býsna algengt í gegnum tíðina. „Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar.“ Grefur undan tiltrú á utanríkisþjónustunni Annar sem leggur orð í belg er stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson sem segir tilnefningar Bjarna hafa komið verulega á óvart. Hann segir þær ekki endilega minna á löngu horfna spillingu heldur væri um nýja stefnu að ræða sem kenna megi við óskammfeilni. „Kandídatarnir hafa ekki að mínu mati þá reynslu og þekkingu sem þarf til að verða sendiherra (alþjóðasamskipti eru orðin háskólafag), þeirra reynsla liggur á öðru sviði og getur út af fyrir sig verið mikilvæg - en stjórnmálamenn hafa hins vegar stundum unnið í alþjóðamálum. Verðleikar kandídatanna virðast einkum felast í hlýðni og trúnaði við Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu og trúnaði við Flokkinn og afgerandi hægri stefnu.“ Haukur segir að reikna megi með því að þetta skapi vantraust og erfiðleika í utanríkisráðuneytinu og að starfsfólk þess þyki freklega gengið á sinn hlut. „Það ætlast til þess að verðleikar og framgangur í starfi fari saman. Vera má að nýja utanríkisráðherranum þyki húsbóndahollusta ekki mikil á nýja vinnustaðnum og hann vilji koma þeim skilaboðum áfram að þar sem hann fari – þar borgi hlýðni og trúnaður við hann sig. Því verðlauni hann sín fyrri hjú.“ Við borgum brúsann af að koma vinum Bjarna fyrir Illugi Jökulsson rithöfundur skrifar grein sem hann birti á Heimildinni í gær og hann er á svipuðu róli. Hann gagnrýnir harðlega það sem hann kallar „Frændhyggli, klíkuráðningar og vinavæðing Bjarna Ben – takk VG!“ Illugi telur þetta hraksmánarleg vinnubrögð: „Ríkið, það er að segja við, borgum brúsann af að koma vinum Bjarna í enn betri og þægilegri djobb.“ Illugi rekur sendiherrasöguna líkt og gert er hér ofar, „sendiherraembættin voru bitlingar og sárabætur fyrir afdankaða stjórnmálamenn og aðra gæðinga flokkanna og þótt sumir þeirra sendiherra, sem þannig var troðið í embætti, hafi alveg staðið sig í stykkinu, þá var áreiðanlega sárt fyrir atvinnudiplómata sem höfðu þá réttu menntun, reynslu og þekkingu til að vera fulltrúar okkar á erlendri grund að horfa upp á ýmsa þá fugla sem skreyttu sig fyrirvaralaust sendiherranafnbót, góðum launum, fríðindum og fínum eftirlaunum og höfðu ekki annað til þess unnið en hollustu við flokk og klíku.“ Illugi tekur það skýrt fram að hann efist ekki um að Svanhildur Hólm valdi djobbinu. „Þetta er samt ekki fagleg ráðning, heldur framhald þeirrar frændhygli, klíkuráðninga og vinavæðingar sem alltaf, allsstaðar og undir öllum kringum kringumstæðum fylgir Sjálfstæðisflokknum — nú síðustu sjö árin í boði VG.“ Illugi klykkir út með: „Takk Katrín. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður er meðal þeirra sem tjá sig um málið. „Þá er augljóst að Bjarni er að hætta í pólitík. Hann er að gera upp við það fólk sem studdi hann gengum alla skandalana sem hann hefur óð út í. Bjarni borgar auðvitað ekki kostnaðinn við þessar gjafir, við verðum áratugi að borga laun þessa fólks, meðan það flakkar á milli sendiráða,“ segir Gunnar Smári á sinni Facebook-síðu.
Utanríkismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira