Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar höldum við áfram að fjalla um eldgosið í Sundhnúksgígum. Eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Það þurfi stóran atburð til að krafturinn í gosinu aukist á ný. Flæðið var áttatíu sinnum meira við upphaf goss en það er núna.

Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum.

Þá fjöllum við um að hafið er yfir skynsamlegan vafa að séra Friðrik hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. Þetta er niðurstaða KFUM og KFUK eftir ítarlega skoðun á málinu. Valsmenn hafa afmáð ýmis ummerki um tengsl séra Friðriks við félagið og fellt styttu af honum.

Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki hvar þeir muni búa á nýju ári.

Og í íþróttafréttum ræðum við við Samúel Samúelsson um framkvæmdir á vallarsvæði Vestra á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×