Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi um klukkan hálf átta í morgun.
Hún segir að enn sjáist glóð í vefmyndavélum, en erfitt sé að sjá kvikustrókavirkni. Staðfestingu á raunverulegri stöðu þyrfti að fá með flugi yfir svæðið.
Sigríður vill ekki lýsa yfir goslokum enn sem komið er, en sérfræðingar munu funda um stöðuna klukkan 9:30.
Virðist hafa dottið niður í nótt
Eldfjalla- og náttúrvárhópur Suðurlands veltir þeirri spurningu hins vegar upp á Facebooksíðu-sinni í morgun. Þar segir að gosvirkni virðist hafa dottið alveg niður í nótt, enn glitti í bjarma hér og þar í heitu hrauninu en erfitt sé að sjá glóð á vefmyndavélum.
Órói hafi fallið niður frá miðnætti og virðist nálgast sömu stöðu og fyrir gos.