Neytendur

Skanna strika­merki og sjá verðið í öðrum verslunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Appið heitir Prís og var tekið í notkun í gær. Það verður svo þróað áfram.
Appið heitir Prís og var tekið í notkun í gær. Það verður svo þróað áfram. Vísir

Alþýðusamband Íslands hefur frá því síðsumars safnað miklu magni gagna um vöruverð í öllum mögulegum matvöruverslunum. Úr þessu hefur verið þróað app svo neytendur geti borið saman vöruverð með því einu að skanna strikamerki með símanum.

Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir appið, Prís, lið í baráttunni gegn verðbólgunni en það var tekið formlega í notkun í gær.

„Okkur datt í hug að það gæti verið gaman fyrir fólk að geta bara skoðað þessi verð sjálf þegar það er að versla og gefa þeim þannig að aðgang að í rauninni persónulegri könnun fyrir hverja vöru sem þeim dettur í hug að skoða,“ segir Benjamín Julian.

Til stendur að bæta fleiri verslunum við appið og tryggja að verðið sé uppfært reglulega.

„Og svo langar okkur í seinni útgáfum til þess að hafa þetta þannig að þú getur séð verðsöguna á hverri vöru fyrir sig og í hverri búð fyrir sig og að þú getir vitað hvað þín persónulega vörukarfa myndi kosta í mismunandi verslunum.“

Tilraunir fréttamanns með appið má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×