Ver jólunum í faðmi kærastans Boði Logason skrifar 21. desember 2023 14:28 Páll Óskar er ástfanginn upp fyrir haus og ætlar að verja jólunum í faðmi kærastans. Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins. Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins.
Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira